Gerðir kirkjuþings - 2018, Side 103

Gerðir kirkjuþings - 2018, Side 103
103 virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi. Áreitni getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist kynbundin áreitni. Kynbundið ofbeldi er hvers kyns hegðun á grundvelli kyns eða kyngervis sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þeirra sem fyrir henni verða, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi. Kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Kynferðisleg áreitni er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg. Upplifun einstaklingsins skiptir meginmáli í þessu sambandi. Eitt tilvik getur talist kynferðisleg áreitni. Kynferðisleg áreitni getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg og birtist m.a. í eftirfarandi hegðun: • Grófur og/eða klámfengur talsmáti. • Klámefni sem er sýnilegt eða sýnt með öðrum hætti svo sem í tölvu. • Óviðeigandi spurningum um kynferðisleg málefni. • Snertingu sem er óvelkomin. • Óviðeigandi athugasemdum settum fram í máli, á vefnum og/eða í gegnum snjalltæki. • Tvíræð og niðurlægjandi tilboð. • Klám og klámvæðing. • Umræða um klám sem beinist að uppruna eða litarhætti einstaklings. Með hugtakinu kynferðisbrot er átt við háttsemi sem lýst er refsiverðri í XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum, og í barnaverndarlögum nr. 80/2002, með síðari breytingum. Hverjum þeim er starfar innan þjóðkirkjunnar og býr yfir vitneskju um ætlað kynferðisbrot gegn barni, er skilyrðislaust skylt að tilkynna slíkt samkvæmt gildandi lögum. Málum innan kirkjunnar, er varða ætluð kynferðisleg brot gegn börnum, skal að jafnaði vísað til teymis þjóðkirkjunnar. Því er óheimilt að fjalla um mál, innan safnaða eða sóknarnefnda kirkjunnar, er varða ætluð kynferðisbrot gegn börnum. Ofbeldi. Ofbeldi er hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis. Virða skal í hvívetna núgildandi barnaverndarlög og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.