Gerðir kirkjuþings - 2018, Síða 103
103
virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi,
auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.
Áreitni getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist kynbundin
áreitni.
Kynbundið ofbeldi er hvers kyns hegðun á grundvelli kyns eða kyngervis sem leiðir til,
eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þeirra sem fyrir henni verða,
einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis bæði í einkalífi og á
opinberum vettvangi.
Kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi.
Kynferðisleg áreitni er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir
henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi,
einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi
eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.
Upplifun einstaklingsins skiptir meginmáli í þessu sambandi. Eitt tilvik getur talist
kynferðisleg áreitni.
Kynferðisleg áreitni getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg og birtist m.a. í
eftirfarandi hegðun:
• Grófur og/eða klámfengur talsmáti.
• Klámefni sem er sýnilegt eða sýnt með öðrum hætti svo sem í tölvu.
• Óviðeigandi spurningum um kynferðisleg málefni.
• Snertingu sem er óvelkomin.
• Óviðeigandi athugasemdum settum fram í máli, á vefnum og/eða í gegnum
snjalltæki.
• Tvíræð og niðurlægjandi tilboð.
• Klám og klámvæðing.
• Umræða um klám sem beinist að uppruna eða litarhætti einstaklings.
Með hugtakinu kynferðisbrot er átt við háttsemi sem lýst er refsiverðri í XXII. kafla
almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum, og í barnaverndarlögum nr.
80/2002, með síðari breytingum.
Hverjum þeim er starfar innan þjóðkirkjunnar og býr yfir vitneskju um ætlað
kynferðisbrot gegn barni, er skilyrðislaust skylt að tilkynna slíkt samkvæmt gildandi
lögum. Málum innan kirkjunnar, er varða ætluð kynferðisleg brot gegn börnum, skal að
jafnaði vísað til teymis þjóðkirkjunnar. Því er óheimilt að fjalla um mál, innan safnaða eða
sóknarnefnda kirkjunnar, er varða ætluð kynferðisbrot gegn börnum.
Ofbeldi.
Ofbeldi er hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns
skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða
handahófskennda sviptingu frelsis.
Virða skal í hvívetna núgildandi barnaverndarlög og Barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna.