Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 73

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 73
Mælitæki Gögnum, sem unnið er með í þessari rannsókn, var safnað með matstækinu interRAI-MDS 2.0 (e. inter Resident Asess- ment Instrument Minimum Data Set 2.0) sem sérstaklega er útbúið fyrir hjúkrunarheimili, öðru nafni RAI-mat. InterRAI MDS 2.0 matstækið er klínískt matstæki sem í eru ákveðnir meginþættir: Minimum Data Set 2.0 (MDS) sem er gagna- söfnunarþáttur matstækisins (Morris o.fl., 1990); gæðavísar (e. quality indicators) sem gefa vísbendingar um gæði þeirrar umönnunar sem veitt er (InterRAI, 2020); interRAI-kvarðar fyrir mat á heilsu, virkni og sjáljargargetu einstaklingsins (InterRAI, 2020); matslyklar (e. resident assessment protocol) sem leiðbeina um ítarlegra mati og áætlanagerð í tengslum við meðferð og umönnun og loks RUG-flokkunarkerfið (e. Re - source Utilisation Groups) sem mælir álag og kostnað þeirrar umönnunar sem veitt er á heimilinu (Mor, 2004). Þær breytur sem notaðar voru úr interRAI MDS 2.0 mats - tækinu voru þessar: Einkenni um hegðunarvanda: a) árásar - gjarn í orði, b) árásargjarn í verki, c) ráfar um án sýnilegs tilgangs, d) ósæmileg félagsleg hegðun og e) hafnar umönnun. Sjúkdómsgreiningar a) alzheimer, b) elliglöp önnur en alz- heimer, c) blandað form heilabilunar (alzheimer og önnur elli - glöp), d) ekki með heilabilun; öryggisútbúnaður og útbúnaður til að hea hreyfingu: a) stórar rúmgrindur báðum megin, b) aðrar gerðir af rúmgrindum, c) líkamsötrar, d) útlima- ötrar, e) stóll sem hindrar að íbúi geti staðið upp; meðaltími í virkum athöfnum: a) mikill, meiri en ⅔ af tímanum, b) þó nokkur, ⅓–⅔ af tímanum, c) lítill, minna en ⅓ af tímanum, d) enginn; verkir: a) tíðni, b) styrkur. Auk þess voru notaðar niðurstöður úr útreikningum á verkjakvarða og þunglyndis - kvarða. Verkjakvarði er ögurra atriða kvarði frá 0–3. Tvær breytur í tengslum við tíðni og styrk verkja eru notaðar við útreikning á kvarðanum. Stig 0 á verkjakvarða þýðir enginn verkur og 3 stig þýðir að íbúinn er með óbærilega verki. Niðurstöður rann - sókna hafa bent til að verkjakvarði Rai-matsins sé áreiðan legur til að meta verki hjá íbúum hjúkrunarheimila (Fries o.fl., 2001). Þunglyndiskvarðinn er 15 stiga kvarði frá 0–14. Kvarðinn tengir saman sjö breytur: neikvæðar staðhæfingar, reiði gagn- vart sjálfum sér eða öðrum, tjáningu um ótta eða hræðslu, endurteknar kvartanir um heilsuleysi, endurteknar kvartanir um kvíða, leiða, áhyggjufullt yfirbragð og grátgirni. 0 stig þýðir að engin merki séu um þunglyndi en því fleiri sem stigin eru því meiri eru líkurnar á þunglyndi. Þrjú stig gefa til kynna milt þunglyndi (InterRAI, 2020). Tölfræðileg úrvinnsla Samanburður var gerður á tíðni hegðunarvanda hjá íbúum hjúkrunarheimila sem voru með heilabilunarsjúkdóm og þeirra sem ekki höfðu hann samkvæmt skráningu í RAI-mati. Alls eru fimm breytur sem lúta að hegðunarvanda: a) árásar- gjarn í orði, b) árásargjarn í verki, c) ráfar um án sýnilegs til- gangs, d) ósæmileg félagsleg hegðun og e) hafnar umönnun. Hverju einkenni eru gefin stig í RAI-mati þar sem 0 stig þýðir: hegðun ekki til staðar, 1 stig: einkenni til staðar í einn til þrjá daga, 2 stig: einkenni til staðar í óra til sex daga á síðast liðn - um sjö dögum, 3 stig: einkenni til staðar daglega síðustu sjö dagana. Gögnin voru greind út frá því hvort þátttakendur væru með alzheimers-sjúkdóm, önnur elliglöp en alzheimer, bland - aða heilabilun eða ekki með heilabilunarsjúkdóm. Notuð var lýsandi tölfræði, s.s. tíðni, hlutföll, meðaltöl og staðalfrávik og upplýsingar settar fram í töflum og myndum. Kíkvaðrat-próf (χ2) var notað til að meta hvort marktækur munur væri á hlut- föllum mismunandi hópa, óháð t-próf var notað til að meta mun á tveimur hópum og einhliða dreifigreining (e. one way ANOVA) var notuð til að meta mun á meðaltölum fleiri en tveggja hópa. Þegar einhliða dreifigreining sýndi marktækan mun var Tukey-próf notað til að sjá hvar munurinn lægi. Þegar fengist var við raðbreytur var Kruskal Wallis-prófi beitt til að meta mun á meðaltölum (miðgildum) fleiri en tveggja hópa. Fylgni á milli hlutfallsbreyta var reiknuð með Pearson-stuðli en Spearmans-ró til að meta fylgni á milli raðbreyta. Gagna - úrvinnsla fór fram með tölfræðiforritinu IBM SPSS Statistics for Windows, gerð 21.0. Siðfræði Upplýsts samþykkis var ekki aflað þar sem gögnin voru fengin úr RAI-gagnagrunninum en ekki safnað sérstaklega fyrir þessa rannsókn og því var ekki rætt við íbúa eða aðstandendur þeirra. Einungis var unnið með ópersónugreinanleg gögn og þess gætt við framsetningu á niðurstöðum að ekki sé hægt að þekkja einstaklinga eða stofnanir. Leyfi fyrir rannsókninni voru fengin hjá Embætti landlæknis (tilv. 1303070/5.6.1/gkg), Vísindasiðanefnd (tilv.VSNb2013030008/03.15) og Persónu- vernd (tilv. 2013030392HGK). Meðferð gagnanna er í sam- ræmi við fyrirmæli í fyrrgreindum leyfum. Niðurstöður Þátttakendur Meðalaldur þátttakenda var 84,4 ár (sf 8,7 ár, spönn 32 til 108), 50,1% íbúa var 86 ára eða eldri og 62,8% voru konur. Af íbúum hjúkrunarheimilanna voru 751 (28,9%) með alzheimer, 935 (36,0%) með elliglöp önnur en alzheimer, 71 (2,7%) með bland að form heilabilunar og 839 (32,3%) voru ekki með heila- bilunarsjúkdóm. Hegðunarvandi og skert vitræn geta Niðurstöður rannsóknarinnnar sýna að hlutfall einstaklinga í úrtakinu, sem voru árásargjarnir í orðum, skamma aðra, hrópa að öðrum eða ógna, var 27,1% (n = 703). Þá voru 11,2% (n = 292). einstaklinga einhvern tímann á síðastliðnum sjö dögum árásar gjarnir í verki og 20,2% (n = 523) sýndu ósæmilega félags lega hegðun. Tæplega þriðjungur eða 29,3% (n = 758) íbúa hjúkrunarheimila ráfuðu um án sýnilegs tilgangs og 30,7% (n = 797) einstaklinga höfnuðu umönnun, inntöku lya eða ritrýnd grein • scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 73

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.