Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 73

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 73
Mælitæki Gögnum, sem unnið er með í þessari rannsókn, var safnað með matstækinu interRAI-MDS 2.0 (e. inter Resident Asess- ment Instrument Minimum Data Set 2.0) sem sérstaklega er útbúið fyrir hjúkrunarheimili, öðru nafni RAI-mat. InterRAI MDS 2.0 matstækið er klínískt matstæki sem í eru ákveðnir meginþættir: Minimum Data Set 2.0 (MDS) sem er gagna- söfnunarþáttur matstækisins (Morris o.fl., 1990); gæðavísar (e. quality indicators) sem gefa vísbendingar um gæði þeirrar umönnunar sem veitt er (InterRAI, 2020); interRAI-kvarðar fyrir mat á heilsu, virkni og sjáljargargetu einstaklingsins (InterRAI, 2020); matslyklar (e. resident assessment protocol) sem leiðbeina um ítarlegra mati og áætlanagerð í tengslum við meðferð og umönnun og loks RUG-flokkunarkerfið (e. Re - source Utilisation Groups) sem mælir álag og kostnað þeirrar umönnunar sem veitt er á heimilinu (Mor, 2004). Þær breytur sem notaðar voru úr interRAI MDS 2.0 mats - tækinu voru þessar: Einkenni um hegðunarvanda: a) árásar - gjarn í orði, b) árásargjarn í verki, c) ráfar um án sýnilegs tilgangs, d) ósæmileg félagsleg hegðun og e) hafnar umönnun. Sjúkdómsgreiningar a) alzheimer, b) elliglöp önnur en alz- heimer, c) blandað form heilabilunar (alzheimer og önnur elli - glöp), d) ekki með heilabilun; öryggisútbúnaður og útbúnaður til að hea hreyfingu: a) stórar rúmgrindur báðum megin, b) aðrar gerðir af rúmgrindum, c) líkamsötrar, d) útlima- ötrar, e) stóll sem hindrar að íbúi geti staðið upp; meðaltími í virkum athöfnum: a) mikill, meiri en ⅔ af tímanum, b) þó nokkur, ⅓–⅔ af tímanum, c) lítill, minna en ⅓ af tímanum, d) enginn; verkir: a) tíðni, b) styrkur. Auk þess voru notaðar niðurstöður úr útreikningum á verkjakvarða og þunglyndis - kvarða. Verkjakvarði er ögurra atriða kvarði frá 0–3. Tvær breytur í tengslum við tíðni og styrk verkja eru notaðar við útreikning á kvarðanum. Stig 0 á verkjakvarða þýðir enginn verkur og 3 stig þýðir að íbúinn er með óbærilega verki. Niðurstöður rann - sókna hafa bent til að verkjakvarði Rai-matsins sé áreiðan legur til að meta verki hjá íbúum hjúkrunarheimila (Fries o.fl., 2001). Þunglyndiskvarðinn er 15 stiga kvarði frá 0–14. Kvarðinn tengir saman sjö breytur: neikvæðar staðhæfingar, reiði gagn- vart sjálfum sér eða öðrum, tjáningu um ótta eða hræðslu, endurteknar kvartanir um heilsuleysi, endurteknar kvartanir um kvíða, leiða, áhyggjufullt yfirbragð og grátgirni. 0 stig þýðir að engin merki séu um þunglyndi en því fleiri sem stigin eru því meiri eru líkurnar á þunglyndi. Þrjú stig gefa til kynna milt þunglyndi (InterRAI, 2020). Tölfræðileg úrvinnsla Samanburður var gerður á tíðni hegðunarvanda hjá íbúum hjúkrunarheimila sem voru með heilabilunarsjúkdóm og þeirra sem ekki höfðu hann samkvæmt skráningu í RAI-mati. Alls eru fimm breytur sem lúta að hegðunarvanda: a) árásar- gjarn í orði, b) árásargjarn í verki, c) ráfar um án sýnilegs til- gangs, d) ósæmileg félagsleg hegðun og e) hafnar umönnun. Hverju einkenni eru gefin stig í RAI-mati þar sem 0 stig þýðir: hegðun ekki til staðar, 1 stig: einkenni til staðar í einn til þrjá daga, 2 stig: einkenni til staðar í óra til sex daga á síðast liðn - um sjö dögum, 3 stig: einkenni til staðar daglega síðustu sjö dagana. Gögnin voru greind út frá því hvort þátttakendur væru með alzheimers-sjúkdóm, önnur elliglöp en alzheimer, bland - aða heilabilun eða ekki með heilabilunarsjúkdóm. Notuð var lýsandi tölfræði, s.s. tíðni, hlutföll, meðaltöl og staðalfrávik og upplýsingar settar fram í töflum og myndum. Kíkvaðrat-próf (χ2) var notað til að meta hvort marktækur munur væri á hlut- föllum mismunandi hópa, óháð t-próf var notað til að meta mun á tveimur hópum og einhliða dreifigreining (e. one way ANOVA) var notuð til að meta mun á meðaltölum fleiri en tveggja hópa. Þegar einhliða dreifigreining sýndi marktækan mun var Tukey-próf notað til að sjá hvar munurinn lægi. Þegar fengist var við raðbreytur var Kruskal Wallis-prófi beitt til að meta mun á meðaltölum (miðgildum) fleiri en tveggja hópa. Fylgni á milli hlutfallsbreyta var reiknuð með Pearson-stuðli en Spearmans-ró til að meta fylgni á milli raðbreyta. Gagna - úrvinnsla fór fram með tölfræðiforritinu IBM SPSS Statistics for Windows, gerð 21.0. Siðfræði Upplýsts samþykkis var ekki aflað þar sem gögnin voru fengin úr RAI-gagnagrunninum en ekki safnað sérstaklega fyrir þessa rannsókn og því var ekki rætt við íbúa eða aðstandendur þeirra. Einungis var unnið með ópersónugreinanleg gögn og þess gætt við framsetningu á niðurstöðum að ekki sé hægt að þekkja einstaklinga eða stofnanir. Leyfi fyrir rannsókninni voru fengin hjá Embætti landlæknis (tilv. 1303070/5.6.1/gkg), Vísindasiðanefnd (tilv.VSNb2013030008/03.15) og Persónu- vernd (tilv. 2013030392HGK). Meðferð gagnanna er í sam- ræmi við fyrirmæli í fyrrgreindum leyfum. Niðurstöður Þátttakendur Meðalaldur þátttakenda var 84,4 ár (sf 8,7 ár, spönn 32 til 108), 50,1% íbúa var 86 ára eða eldri og 62,8% voru konur. Af íbúum hjúkrunarheimilanna voru 751 (28,9%) með alzheimer, 935 (36,0%) með elliglöp önnur en alzheimer, 71 (2,7%) með bland að form heilabilunar og 839 (32,3%) voru ekki með heila- bilunarsjúkdóm. Hegðunarvandi og skert vitræn geta Niðurstöður rannsóknarinnnar sýna að hlutfall einstaklinga í úrtakinu, sem voru árásargjarnir í orðum, skamma aðra, hrópa að öðrum eða ógna, var 27,1% (n = 703). Þá voru 11,2% (n = 292). einstaklinga einhvern tímann á síðastliðnum sjö dögum árásar gjarnir í verki og 20,2% (n = 523) sýndu ósæmilega félags lega hegðun. Tæplega þriðjungur eða 29,3% (n = 758) íbúa hjúkrunarheimila ráfuðu um án sýnilegs tilgangs og 30,7% (n = 797) einstaklinga höfnuðu umönnun, inntöku lya eða ritrýnd grein • scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.