Stefnir - 01.10.1951, Side 6

Stefnir - 01.10.1951, Side 6
4 STEFNIR lega á það, að aðrar þjóðir hefðu ekki efnt til málarekstrar út af hinni mjög hóflegu stækkun landhelginnar við Noreg, og Bretar hefðu ekkert umboð til þess að gæta alþjóðlegra hags- muna. Afstaða Breta gagnvart Islend- ingum er þó raunar enn kynlegri, því að samningurinn frá 1901 fel- ur í sér afdráttarlausa yfirlýsingu þeirra um það, að þeir telji ís- lenzka landhelgi stærri en þar segir, því að ella hefðu þeir ekki þurft að gera neinn samning. Einmitt það, að samningur þessi er tímabundinn, sýnir ótvírætt, að gert er ráð fyrir stærri land- helgi, ef hann félli úr gildi. Alþjóðadómstóllinn bindur ekki íslendinga. EINMITT þessi staðreynd leið- ir til þess, að úrskurður alþjóða- dómstólsins í Haag í deilu Norð- manna og Breta getur ekki á neinn hátt verið bindandi fyrir Island. Bretar hafa aldrei viður- kennt stækkun norsku landhelg- innar, en með samningi sínum frá 1901 hafa þeir beinlínis við- urkennt, að íslenzk landhelgi hafi verið stærri og muni verða það aftur, er sá samningur fellur úr gildi. Þá er þess einnig að gæta, að engin alþjóðalög eru til um stærð landhelgi, enda er hún mjög mis- munandi hjá hinum ýmsu þjóð- um. Rússar verja tólf mílna land- helgi og hertaka öll skip er inn fyrir hana fara. Bretar hafa þó ekki kært þá. Bandaríkin hafa einnig miklu stærri landhelgi en Islendingar og Norðmenn. Sama mun vera um ítali og fleiri þjóð- ir. Af þessum sökum er mjög vafasamt, að alþjóðlegur dóm- stóll hafi nokkra aðstöðu til þess að segja fyrir um stærð land- helgi. Að minnsta kosti getur sá úrskurður ekki verið bindandi gagnvart einni þjóð, þegar marg- ar aðrar j)jóðir hafa hann að engu. Lífœð íslendinga. HAFIÐ umhverfis Island er lífæð íslenzku þjóðarinnar. Með hverju ári vex ásókn erlendra veiðiskipa á miðin við landið, enda má sjá þess glögg merki, að veiðin minnkar ár frá ári. Is- lendingar eru því að berjast fyr- ir lífi sínu, þegar þeir berjast fyrir stækkun landhelginnar. íslendingar hafa ekki námur í landi sínu. Þeir byggja lífsaf- komu sína að mestu leyti á at- vinnuvegum, sem geta reynzt

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.