Stefnir - 01.10.1951, Page 8

Stefnir - 01.10.1951, Page 8
6 STEFNIR hafa fallið frá trúnni á þau, en aumingja kratarnir eiga sem fyrri daginn erfitt með að læra af reynslunni. Þjóðin fagnar því áreiðanlega, að núverandi ríkisstjórn skuli nú vera að létta af henni fargi hafta og lamandi ríkisafskipta. Hún fagnar því, að tekizt hefur að safna það miklum vörubirgð- í landinu, að svartur markaður, smygl og almennur vöruskortur er nú úr sögunni. Það langar á- reiðanlega fáa til þess að fá aftur öll þau vandræði og viðskipta- spillingu, sem tekizt hefur nú að uppræta, en kratarnir vilja endi- lega aftur leiða yfir þjóðina. Því miður hafa ýmsir kaup- sýslumenn ekki sýnt sig vaxna þeim vanda, sem frelsinu fylgir. Sem betur fer eru þessir menn fáir, en þeir eru þó of margir meðan nokkur kaupsýslumaður misnotar það traust, sem honum er sýnt. Sjálfstæðismenn vilja frjálsa verzlun vegna þess, að þeir trúa því, að frjálst val við- skiptavinanna muni þegar til lengdar lætur reynast bezta verð- lagseftirlitið, og kaupmenn og kaupfélög neyðist þá til að reyna að gera sem hagkvæmust inn- kaup. En það tekur eðlilega nokkurn tíma að skapa þetta að- hald. Á meðan verður að sjá um það með einhverjum ráðum, að óhlutvöndum mönnum haldist ekki uppi að okra á almenningi og gerist þannig beinlínis böðl- ar sinnar eigin stéttar með því að gefa andstæðingum frjálsrar verzlunar vopn í hendur. Um það hefur verið deilt, hvort rétt sé að birta nöfn þeirra fyr- irtækja, sem ríkisstjórnin telur hafa misnotað frjálsræðið. Ég er þeirrar skoðunar, að það eigi að gera. Sjálfstæðismenn styðja ekki frjálsa verzlun í því skyni, að einstaka menn geti hagnazt óeðlilega á henni, heldur vegna þess, að þeir telji hana líkleg- asta til þess að tryggja almenn- ingi ódýrasta og bezta vöru. Það má að vísu færa fram þau rök gegn nafnbirtingunni, að athug- un verðlagseftirlitsins nái ekki til allra verzlunarfyrirtækja, en hefur ekki einmitt reynslan af þessum athugunum gert nauð- synlega allsherjarathugun á verð- lagningu allra verzlunarfyrir- tækja, svo að það fáist fullsann- að hverjir reynast þess ekki verð- ugir að vera trúað fyrir gjald- eyri til vörukaupa? Skattapldgan. í síðasta hefti minntist ég á það, að sú skoðun hefði verið

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.