Stefnir - 01.10.1951, Side 12

Stefnir - 01.10.1951, Side 12
10 STEFNIR urinn hefir haldið. Sátu þenna fund hálft sjötta hundrað full- trúa, og var mikill meiri hluti þeirra úr hinum ýmsu byggðum landsins utan Reykjavíkur. Fund þenna einkenndi sérstakur þrótt- ur og áhugi, og mun fundurinn verða minnisstæður öllum þeim, er hann sóttu. Fjöldi ungra Sjálfstæðisinanna sat fundinn, og áttu þeir sæti í öllum nefndum fundarins. Er sérstök ástæða fyrir unga Sjálf- stæðismenn að fagna því, að marg- ar af ályktunum Landsfundarins mótuðust af samþykktum Sam- bandsþings ungra Sjálfstæðis- manna, sem haldið var síðastliðið vor. Sjálfstæðisflokkurinn hefir þannig enn einu sinni sýnt það, að hann skilur og virðir hugsjóna- mál æskunnar. Einmitt þess vegna getur flokkurinn litið björtum augum til framtíðarinnar, því að sívaxandi fylgi flokksins hjá unga fólkinu í landinu mun tryggja flokknum innan ekki langs tíma. það þingfylgi, að hann geti einn ráðið stjórnarstefnunni. St j órnmálaskólinn. Skipulagsnefnd Sjálfstæðis- flokksins ákvað á síðastliðnu sumri, að efna til stjórnmála- skóla fyrir unga Sjálfstæðisinenn utan af landi hér í Reykjavík í haust, ef nægileg þátttaka yrði. Varð sú raunin á, að umsóknir um skólavist urðu mun fleiri en nefndin bjóst við. 35 ungir menn úr öllum fjórðungum landsins sóttu skólann, en hann hófst þeg- ar að loknum Landsfundi og stóð í hálfan mánuð. Sjálfstæðisflokkurinn efndi nokkrum sinnum til slíks skóla- halds fyrir stríð, en þessi mikil- væga starfsemi lagðist niður á stríðsárunum af ýmsum ástæðum. Skólinn hefir gefið mjög góða raun og nemendur hans hafa víða orðið styrkustu forsvarsmenn flokksins. Sá myndarlegi hópur ungra manna, sem sótti skólann að þessu sinni mun áreiðanlega einnig verða flokknum til efl- ingar víða um land. Sigur S^ álfstæðisflckksins b -gg. ist fyrst og fremst á þekkingu og fræðslu. Sjálfstæðismenn eru því þeirrar skoðunar, að það sé til styrktar þeirra málstað, að almenningur kynnist sem hezt. gangi þjóðmálanna. Sósíalismi á undanhaldi. Undanfarin ár hefir hallað mjög á ógæfuhliðina fyrir sósíal- ismanum meðal hinna frjálsu þjóða. Sífellt fleiri hafa gert sér

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.