Stefnir - 01.10.1951, Side 13

Stefnir - 01.10.1951, Side 13
VlÐSJÁ 11 það ljóst, að sósíalismi og frelsi geta ekki farið saman. Fyrst eftir stríð leit út fyrir það, að sósíalist- ar myndu ná tökum á flestum þjóðum heims, að Bandaríkjunum undanskildum, en nú hefur mjög stefnt í aðra átt. Ósigur sósíalista í Ástralíu og Nýja Sjálands, þar sem þeir höfðu staðið traustum fótum, vakti heimsathygli, og þá þótti sýnt að framsókn sósíalismans væri stöðv- uð. Ósigur þeirra nú í nýafstöðn- um kosningum í Bretlandi hefur sýnt það, að ekki aðeins er sóknin stöðvuð, heldur eru sósíalistar nú á hröðuð undanhaldi. Aðeins á Norðurlöndum hafa þeir enn hald ið velli, en einmitt í þessum lönd- um hafa þeir lítt hampað stefnu sinni. Hinar frjálsu þjóðir hafa nú sameinast til baráttu gegn ógnum kommúnismans. Þær eru um leið hver af annarri að gera sér það ljóst, að sósíalisminn leiðir að lokum til þeirrar sömu ánauðar, sem þær eru að berjast gegn. Sósíalisminn lamar sjálfsbjargar- viðleitni og framtak einstakling- anna og skapar múgmenni, sem einmitt er bezti jarðvegurinn fyr- ir hið kommúnistiska illgresi. Frjálsir og sjálfstæðir einstakl- ingar eru traustasta vörnin gegn afturhaldi og kúgun kommúnis- mans. 15. nóv. 1951. M. J. LEIÐRÉTTING. Tvær villur hafa slæðst inn í grein- ina um Húsavík eftir Júlíus Havsteen, er birtist í síðasta hefti. Á bls. 33 stendur: „Á árunum 1935—36 var reist nýtízku sjúkrahús úr steinsteypu með rúmum fyrir 20 sjúklinga og skrif- stofu,“ á að vera „og skurðstofu." Á sömu síðu stendur „Rafveita Húsavík- ur var reist 1907,“ á að vera 1917.

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.