Stefnir - 01.10.1951, Page 26

Stefnir - 01.10.1951, Page 26
24 STEFNIR Jóhann 1». Jósefsson Ólafur sonur hans. Myndin er tekin í Vestmannaeyjum árið 1934. óhappa við byggingu hennar. -— Hinn nýi þingmaður tók þegar upp harða baráttu fyrir áfram- haldandi hafnarbótum í kjördæmi sínu. Hefur þeim verið haldið áfram óslitið alla þingmannstíð hans. Árangur þeirra framkvæmda er sá, að hafnarskilyrÖi eru nú orðin mjög sæmileg í Eyjum. Geta nú öll skip Eimskipafélags- ins, nema Tröllafoss, lagzt þar að bryggju og athafnað sig við góð skilyrðL Er það mikil umbót frá því sem áður var. Vélbátafloti Eyjanna býr nú við sæmilegt öryggi innan hafnar, en var áður í stöðugri hættu. Þau mál, sem Jóhann Þ. Jósefs- son hefur fyrst og fremst látiö til sín taka á Alþingi, eru sjávar- útvegsmálin. Víðtæk þekking hans og reynsla á sviði útgerð- ar og sjósóknar hefur skipað hon- um í fremstu röð forvígismanna sjávarútvegsins. Hefur hann haft mikil áhrif á alla löggjöf um þau efni þann tíma, sem hann hefur átt sæti á þingi. En hann hefur einnig látið mörg önnur þjóðþrifamál til sín

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.