Stefnir - 01.10.1951, Side 27

Stefnir - 01.10.1951, Side 27
MENN OG MÁLEFNI 25 taka. Má í því sambandi geta þess, að liann flutti fyrstur frum- varp um sundskyldu í skólum, og var hvatamaður að sund- laugarbyggingu í Eyjum. Hann var einnig fyrsti flutningsmað- ur að frv. um, að gjafir til vinnuheimilis Sambands ísl. berklasjúklinga skyldu undan- þegnar sköttum. Fékk hann það mál samþykkt í þingdeild sinni, enda þótt öll nefndin, sem um það fjallaði væri því mótfallin. Er það mjög óvenjulegt á þingi. Var sá sigur ekki sízt að þakka rösklegri og þróttmikilli mála- fylgju Jóhanns Þ. Jósefssonar. En þessi skattfríðindi urðu ein sterkasta stoðin að hinu stór- merka starfi S.Í.B.S. í baráttunni gegn berklaveikinni. Það var einnig fyrir ötula baráttu hans að annað björgunar- og varðskip Var keypt í stað gamla Þórs, sem strandaði og eyðilagðist norður við Húnaflóa. Björgunar- og öryggismál hafa alla tíð notið öflugs stuðnings Jóhanns og hann oft staðið þar í fylkingarbrjósti, og er þar skemmst að minnast baráttu hans í flugöryggismál- um. Formaður nýbyggingaráðs og ráðherra. Einn hinn merkasti þáttur í af- skiptum Jóhanns Þ. Jósefssonar af opinberum málum er for- mennska hans í Nýbyggingarráði. Það kom í hlut þeirrar stofnun- ar að hafa forystu um þær miklu framkvæmdir, sem ríkisstjórn 01- afs Thors, er mynduð var árið 1944, beitti sér fyrir. Ólafur Thors þekkti starfhæfni Jóhanns Þ. Jósefssonar, þekkingu hans og reynslu á sviði atvinnumála. Hann fékk hann því til þess að taka að sér formennsku í Ný- byggingarráði. Gegndi Jóhann því starfi af áhuga og dugnaði meðan sú stofnun var til eða til árins 1947. Mun það mál allra þeirra, er þangað leituðu vegna margvíslegra framkvæmda, að þeir hafi jafnan átt glöggum skilningi að mæta hjá formanni þess, ekki síður en öðrum nefnd- armönnum. Vel má vera, að við Islendingar höfum á þessu tíma- bili verið helzt til stórhuga og færzt of mikið í fang. En þeirri staðreynd verður aldrei haggað, að það starf, sem Nýbyggingarráð vann undir forystu Jóhanns Þ. Jósefssonar, hefur orðin þjóðinni til mikillar blessunar og farsæld- ar Þegar ríkisstjórn Stefáns Jóh. Stefánssonar var mynduð, snemma árs 1947, varð Jóhann Þ. Jósefsson fjármálaráðherra og

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.