Stefnir - 01.10.1951, Side 32
DOUGLAS HYDE, fyrrum fréttastjóri kommúnistablaðsins
„Daily Worker“ segir frá
Hvers vegna ég yfirgaf
KOMMÚNISMANN
^^RIÐ 1928 STÓÐ heimurinn
á bökkum dýpstu og um-
fangsmestu kreppu, sem sagan
Þegar hún var liðin hjá hafði
hún gert þúsundir atvinnurek-
enda gjaldþrota og milljónir
iðnverkamanna og landbúnaðar-
verkamanna voru orðnin atvinnu-
lausir.
Þetta rak mig — og þúsundir
eins og mig — til fylgis við
kommúnismann, og hjá þeim var
ég næstu 20 árin.
Persónulega snerti kreppan
mig ekki beint. Ég var ekki einn
hinna mörgu atvinnulausu og
leið engan nýjan efnahagslegan
skort af völdum kreppunnar. Að
nokkru leyti var það einmitt
þetta, sem knúði mig til fylgis
við kommúnismann.
Ég var enn ekki fullra 18 ára,
og var nógu ungur til að vera
þrár, óþolinmóður og hugsjóna-
ríkur, og nógu gamall til að
muna þjáningar fyrri heimstyrj-
aldarinnar og til að fyllast hryll-
ingi yfir því, að hetjur gærdags-
ins voru þegar orðnar botnfall
dagsins. Það uppgerðarkæruleysi,
sem hinir tiltölulega vel stæðu
kristnu vinir mínir sýndu gagn-
vart þessari vaxandi þjóðfélags-
legu eym, vöktu hjá mér hræðslu
og viðbjóð. Ég var mjög andvíg-
ur afstöðu þeirra og langaði til
að sanna hluttekningu mína með
óhamingju þjóðfélagsins.
Vegna þessa sálarástands
drógst ég inn í hálf-kommúnis-
tiskan félagsskap, þar sem ég og
aðrir með svipaðar skoðanir
vöndumst á að umgangast komm-
únista og gistivini þeirra — því
til þess var félagsskap þessum