Stefnir - 01.10.1951, Page 33

Stefnir - 01.10.1951, Page 33
HVERS VEGNA ÉG YFIRGAF KOMMÚNISMANN 31 komið á fót. Þar komst ég í náin kynni við hugsjón og framkvæmd kommúnismans og við kommún- ista. Hið síðarnefnda var ekki síður mikilvægt. ÞAÐ LEIÐ ekki á löngu, þar til ég gerðist meðlimur í flokkn- um. Ég var tekinn inn áður en baráttunni var að fullu lokið milli hins kristna bakgrunns, er ég hafði (ég lagði stund á guð- fræði til að gerast metodista- prestur), og hinnar áköfu og skýru guðsafneitunar marxis- mans. Hinir nýju félagar mínir vissu mætavel, að úr því að ég var kom- inn svona langt var það aðeins tímaspursmál, hvenær marxis- minn sigraðist á guðfræðinni hjá mér. Þegar þetta var um garð geng- ið, meðtók ég marxistisku- lenin- isku kenninguna óskerta, hið af- bakaða siðferðilega gildi hennar, hina vafasömu heimspeki hennar, og ennþá vafasamari starfsað- ferðir. Á komandi árum ynnti ég af höndum bókstaflega öll þau störf, sem kommúnistaflokkur- inn getur falið einum meðlim sínum. Ég tók virkan þátt í að skipu- leggja kröfugöngur meðal hinna atvinnulausu og í spænska borg- arastríðinu rak ég öfluga áróð- urstarfssemi gegn Franco. Ég reyndi að smjúga inn í önnur pólitísk og trúarleg félög, stund- um vann ég opinbert, en oftar að tjaldbaki. í janúar 1940 var ég ráðinn við ritstjórn aðalmálgagns flokks- ins „Daily Worker“. Þrem árum síðar var ég gerður að fréttarii- stjóra, og þeirri stöðu hélt ég þar til ég sagði skilið við flokk- inn og blaðið í marz 1948. í 15 ÁR kom það varla nok.k- urn tíma fyrir, að ég efaðist urn að takmark flokksins væri fyrir- myndarríki og að aðferðir hans væru réttlátar. Stöðugar umræður um á hvern hátt sé hagkvæmast að yfirfa'ra alþjóðlegan boðskap til manns eigin flokkssvæðis og að leggj r stöðugt stund á hugsjón marx- ismans skapar auðveldlega þá sjálfsblekkingu hjá mönnum, að rekin sé frjáls stjórnmálastefna, en á grundvelli skýrt markaðrar og þaulhugsaðrar heimspeki. Stöðugt má heyra greinda kommúnista endurtaka með stolti og sannfæringu þessa röksemda- færzlu: „Hvergi eru eins frjáls- ar rökræður eins og í flokknum. En í hvert sinn, sem við höfutu fallizt á ákvörðun, högum við

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.