Stefnir - 01.10.1951, Side 43

Stefnir - 01.10.1951, Side 43
INNLEND STJÓRNMÁL 41 koma í veg fyrir að kommúnistar fái aðstöðu til þess að misnota ýmsa vitneskju um ráðstafanir um öryggismál þjóðarinnar, sem ut- anríkisnefnd er í té látin. Aliar vestrænar lýðræðisþjóðir ir líta nú á kommúnista sem skemmdarvarga og brennumenn. Með þessu frumvarpi er sú skoð- un staðfest, að þeim sé enginn trúnaður sýnandi, þegar um hin örlagaríkustu mál er að ræða. Hér er því um miklu stærra spor að ræða en virðast kann í fljótu bragði. Kommúnistar hafa í raun og veru verið settir utan garðs. Þar munu þeir verða um allan aldur ef lán þessarar þjóðar er meira en gæfuleysi. 24/11. ’51. — S. Bj. FILIPUS, Makedoniukonungur, efndi oft til samkeppni við hirð sína milli hinna frægustu listamanna þeirra tíma. Ein slík keppni var á milli málaranna Zeuxis og Parrhasius. Zeuxis málaði vínberjaklasa, sem var svo eðlilegur, að fuglar reyndu að éta vínberin. Dómararnir voru stórhrifnir, og Zeuxis, sem nú var viss um sigur sinn, snéri sér stoltur að keppinaut sín- um og bað hann að draga til hliðar flauelstjaldið, sem huldi mynd hans. Parrhasius brosti, því að tjaldið, sem Zeuxis áleit raunveru- legt, var einmitt myndin sjálf. ★ MÁLGEFINN rakari hafði mælt með ýmiskonar snyrtingu við mann- inn í rakarastólnum, en árangurslaust. Viðskiptavinurinn hélt því fram, að hann þyrfti hvorki höfuðbað, handsnyrtingu né rakstur — heldur aðeins klippingu. Eftir að rakarinn hafði nokkra stund þagað við að klippa hann, sagði hann: „Hár yðar er byrjað að grána dálítið, herra.“ „Mér kemur það ekkert á óvart,“ hreytti viðskiptavinurinn út úr sér. „Hvers vegna reynið þér ekki að halda betur áfram?“ ★ Engin vinna er eins þreytandi og iðjuleysið, því að þá er aldrei hægt að hvíla sig.

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.