Stefnir - 01.10.1951, Side 45

Stefnir - 01.10.1951, Side 45
UMBROTIN í HOLLYWOOD 43 hljómmyndanna vonaðist Warner Bros til að fá kvikmyndahúsaeig- endur til að koma fyrir liljóm- myndatækjum í kvikmyndahúsum sínum. Þetta heppnaðist að nokkru leyti. Flest stærri kvik- myndahús í Ameríku gerðu það. Á þann hátt gátu þau sparað út- gjöldin við hinar stóru hljóm- sveitir sínar og aukaskemmtiatr- iði, af því að Warnes Bros hóf nú framleiðslu músíkmynda og stuttra aukamynda, þar sem þekktir listamenn léku listir sín- ar. Auk þess voru aðalmyndirnar nú útbúnar með tónlist og hljóð- um, svo að hljómsveitirnar voru óþarfar. Með smærri kvikmyndahúsin gekk það tregar, þar sem þau höfðu ekki þann hagnað af hljóm- myndum, sem þau stærri. ÁRI EFTIR frumsýninguna á hljómmyndinni í New York, á- ræddi Warner Bros að gera til- raun með framleiðslu talmynda og hóf æfingar á fyrstu stórmynd- inni með tali. Hinn þekkti revyusöngvari A1 Johnson var ráðinn við þessa mynd, og í desember sama ár var myndin frumsýnd samtímis í New York og Hollywood. Myndin, sem hét „Jazzsöngv- arinn“ vakti mikla hrifningu. Og nú fóru hinir kvikmyndafram- leiðendurnir í Hollywood að ó- kyrrast. Myndu talmyndirnar eiga fram- tíð fyrir sér eða var það aðeins vegna forvitni að aðsóknin að „Jazzsöngvaranum“ var meiri en áður hafði þekkzt? Menn höfðu mjög skiptar skoð- anir, og flestir kvikmyndafram- leiðendur og kvikmyndagagnrýn- endur höfðu enga verulega trú á talmyndunum. En Warner Bros hélt áfram. „Jazzsöngvarinn“ var aðeins að nokkru leyti tal- og söngva- mynd, en nú kom myndin „Ljós New York borgar“, sem var 100% talmynd. Einnig hún vakti mikla hrifningu og það enda þótt gagnrýnendurn- ir bentu á, hve kyrrstæðar þær væru í samanburði við þöglu myndirnar. Næstum því urn sam.i leyti kom önnur mynd með A1 Johnson, „The singing fool“ og vakti hún enn nýja hrifningu. Og nú stóð enginn lengur að- gerðarlaus fyrir utan. Allir kvik- myndaframleiðendurnir hófu fram leiðslu talmynda og næstu tvö ár voru mesti umbrotatími, sem kom- ið hefur í sögu Hoollywood. WARNER BROS hafði fengið gott forskot fram úr keppinaut-

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.