Stefnir - 01.10.1951, Síða 52

Stefnir - 01.10.1951, Síða 52
50 STEFNIR sagði Mary stillilega. „En það myndi gleðja pabba. Svo er þetta líka e, t, v, síðasta tækifær- ið fyrir þig til að -— til að hitta hann, Anton. Anton Kaas kinkaði kolli súr á svip, og þegar Mary litlu síð- ar, fór út úr stofunni, gaf hann tilfinningum sínum lausan taum- inn. „Gamli þrjóturinn hefði hreint ekki getað valið óheppilegri tíma til að deyja“, sagði hann og æddi um. „Þér skiljið það, lauti- nant, að þessir innfæddu þorp- arar gera ekki ærlegt handtak á meðan ég er í burtu. Þeir verða alltaf að hafa svipuna yfir höfði sér. Og svo kemur rigningartím- inn, sem hefur í för með sér erf- iðleika og tafir“. Hann kveikti sér í sígarettu og gekk um gólf. „Auk þess get ég ekki séð, að það sé nein skemmt- un, að sjá gamalt fólk deyja,“ bætti hann við. Ég vissi eiginlega ekki hvað ég átti að segja og umlaði eitt- hvað um, að það að hitta slíkan mann, sem óberstann — þrátt fyrir ástæðurnar — væri ferðar- innar vert. Anton Kaas brosti meinlega. Síðan benti hann kæru- leysislega á dyrnar og bað mig að ganga með sér inn á skrif- stofuna og fá mér cocktailglas fyrir matinn. Næsta morgunn gengum við Mary og Anton Kaas niður að flugvélinni á sléttunni. Flugmað- urinn kom á móti okkur gramur og reiður. Nokkrir hinna inn- fæddu, frá næsta þorpi, höfðu um nóttina læðst um borð í flugvél- ina og stolið olíunni og benzín- inu, sem við ætluðum að nota til að komast aftur til Nairobi. Við Anton Kaas héldum þegar til þorpsins, en því miður án þess að finna þjófana eða benzínið. Hinn aldni höfðingi þorpsins harmaði þetta, en gat ekkert hjálpað okkur. Þjófarnir voru án efa komnir út úr umdæminu, margra tíma leið inn í frumskóg- inn í áttina til næsta verzlunar- staðar, þar sem skuggalegir verzl- unarmenn myndu áreiðanlega borga þeim vel fyrir, að þeir skyldu flytja þessa dýrmætu olíu og benzín á markaðinn. Anton Kaas missti alla sjálf- stjórn, þegar hann var að tala við þá innfæddu, og ég gat að- eins þakkað það lipurð gamla höfðingjans, að ég að síðustu fékk hann með mér heim að rannsóknarstofunni, þar sem Mary og flugmaðurinn voru að senda skeyti til stjórnarskrifstof-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.