Stefnir - 01.10.1951, Qupperneq 53

Stefnir - 01.10.1951, Qupperneq 53
ELDGOSIÐ 51 unnar í Stanleyville, að sumu leyti til að kunngera þjófnaðinn og aS sumu leyti til aS biSja um nýjan forða af olíu og benzíni. Þau fengu loforð um að bifreið skyldi þegar send af stað með benzín og olíu, en sakir rigning- arinnar sem nú var byrjuð, myndi bifreiðin varla verða kom- in fyrr en um sólaruppkomu daginn eftir. Anton Kaas var æðisgenginn yfir töfinni. Þennan dag notaði Mary til að sýna mér umhverfið, og sagði hún margt skemmtilegt um rannsóknir vís- indamannanna á eldfjallinu. Anton Kaas sat á skrifslofunni og vann — þ. e. a. s. hann sat og grúfði sig yfir allar þær skap- raunir, sem síðustu tólf klukku- stundirnar höfðu bakað honum. Síðari hluta dagsins kleyf ég eldfjallið ásamt Mary. Það var aðeins hálf tíma gangur frá rannsóknarstofunni að gýgnum en leiðin lá um ósléttan og hnút- óttan jarðveg af storknaöri og grjótharðri eldfjallaleðju. „Eldfjallið er margra milljóna ára gamalt“, sagði Mary, „og það hefur áreiöanlega verið hræðileg ógnun á þeim árum, sem það var upp á sitt bezta. Nú er það tiltölulega hættulaust“. Við komum að gýgnum á toppi eldfjallsins og gengum yfir lausu steinhellurnar, sem fyrir langa löngu höfðu þeytzt upp úr yðr- um gýgsins eins og glóandi eld- hnettir. Gýgurinn hafði nú verið lokaður í mörg hundruð ár og var orðinn vaxinn strjálum búsk- um og kjarri. Djúpt undir fótum okkar heyrðum við drunur og fjarlægar sprengingar. „Auðvitað er jafnvel kulnandi eldfjall aldrei hættulaust", sagði Mary. „Og þetta er engin undan- tekning. T. d. þarna“. Hún benti niður í hlíð eld- fjallsins á storknað hraun, sem var ljósara, en fjallið í kring. „þarna gaus það út um hlið- ina 1912, og í sex klukkustundir rann þunn og rjúkandi leðjan gegnum opið. Hraunleðjan rann óvenju langt og náði alveg nið- ur í dalinn.“ Hún fór með mig í áttina til ljósleita hraunsins. Hún gekk svo léttilega í þessu ójafna landslagi að ég hlaut að dáðst að henni. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég hitti hvíta konu, sem lagaði sig eftir hitabeltinu, án þess að missa það fjör og og yndisþokka, sem er einkennandi fyrir konur menningarlandanna. „Þetta er eina virka gosop fjallsins“, hélt hún áfram, þegar við komum út á ljósleita hraun- ið. „Veggurinn lokaðist strax
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.