Stefnir - 01.10.1951, Side 58

Stefnir - 01.10.1951, Side 58
56 STEFNIR súlur frá hrauninu, aSeins 20 metra að baki mér. Vindurinn feykti þ-eim burtu og um leið sá ég hina dökku aldagömlu hraun- skorpu, fimmtíu metra fyrir neð- an mig. Ég fékk hjartslátt: Þarna niðri var frelsið! Þarna lauk hættusvæðinu og eiturgufurnar myndu allar feykjast burt að baki mér með svölum vindinum. Nýjar neðanjarðarþrumur heyrðust frá gýgnum. Myndi bergið nú opnast undir fótum mér? Ég hljóp og hljóp. Ný ský af brennisteinsgufu fylltu vitin og nýjar súlur af sjóðheitri gufu, nú aðeins 10—15 metra að baki mér. Svo fann ég fastari jörð undir fótum og hitinn varð minni í kringum mig, og ég kraup niður með Mary í fanginu. Þá sá ég flugmanninn koma æðandi upp- eftir í áttina til mín, og flokk innfæddra, er fylgdu honum eft- ir, og ég hló móðursýkislega. Tveim tímum síðar — þá fyrst var Mary komin til meðvitundar aftur — tók flugvélin sig á loft og ferðin heim til Nairobi byrj- aði. Regnið streymdi niður, með- an vélin hóf sig upp og tók stefnuna til brezku Austur-Afríku. Éyrir aftan og langt fyrir neðan okkur, sáum við rannsóknarstof- una og eldfjallið. B-ergveggurinn var sprunginn á sama stað og 1912, og glóandi, rauð hraunleðj- an valt gegnum gýginn og niður eftir stígnum, sem ég hafði bor- ið Mary eftir. Hún lagði höfuðið á öxl mér og brosti þreytulega. „Þakka þér fyrir“, hvíslaði hún og ég fann til kyrrlátrar gleði, þegar hún smeygði litlu hendinni sinni í mínar. Litlu síðar, þegar aðvarandi vísifingurinn var horfinn, las ég í augum hennar loforð um hamingju, sem ég næstum þorði ekki að trúa. SÉRHVER stóll í biðstofu læknisins var setinn. Nokkrir sjúkling- anna spjölluSu saman litla stund, en síSan varS dauSaþögn. AS lokum stóS gamall maSur þreytulegur á fætur og sagði: „Jæja, ég held ég gangi heldur heim og deyi þar eSliIegum dauSa.“

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.