Stefnir - 01.10.1951, Page 63

Stefnir - 01.10.1951, Page 63
BALDUR MÖLLER: SKÁKÞÁTTUR Nýlega er lokið landsliðskeppni í skák. Atti sú keppni að fara fram í vor, en var þá frestað. — Sigurvegari í keppninni varð Lárus Johnsen, kenn- ari. Þó að Lárus sé ekki nema 28 ára, er hann orðinn „gamalreyndur" skákmaður. Hefur hann teflt í meist- araflokki frá því á stríðsárunum. — Bezti árangur, sem hann hefur náð áður eru 1.—2. sæti á Reykjavíkur- þingi 1947, með Eggerti Gilfer, og 4. sæti í landsliðskeppni 1946, en í fyrr- nefnda mótinu tóku þátt allgóðir skák- menn, en hinu síðara mjög góðir. Hrað- skákmaður er Lárus mjög góður og hefur oft hlotið fyrsta sæti í slíkum keppnum. — Aðalstyrkur Lárusar er hugkvæmni hans í sóknarstöðum. Er hann einna harðvítugastur árásarskák- maður af taflmönnum okkar. Þraut- seigja þegar á móti blæs er honum ekki eins vel gefin, en þann eiginleika geta skákmenn áunnið sér með aldr- inum. — Röð keppenda í hinni af- stöðnu keppni varð þessi: 1. Lárus Johnsen 4*4 vinning, 2.—3. Friðrik Ólafsson og Þórður Jörundsson 4 v., 4.—6. Eggert Gilfer, Steingrímur Guðmundsson og Sigurjón Gíslason 254 v. Björn Jóhannesson 1 v. (Hann lauk aðeins 3 skákum). — Skák sú, sem hér fer á eftir, er tefld í lands- liðskeppni 1946. HVÍTT: Lárus Johnsen. SVART: Benóný Benediktsson. Fjögrariddara tafl. 1. e2—e4, Rg8—f6 2. Rbl—c3, e7—e5 3. Rgl—f3 Rb8—c6 4. Bfl—b5, d7—d6 Það má deila um hvað nefna beri þessa taflbyrjun, hún hleypur úr einu í annað. Eftir 1. leik Aljechins-vörn, eftir 2. leik Vínartafl, eftir 3. leik fjögrariddaratafl, og loks eftir 4. leik svarts nánast orðin Steinitz-vörn í spönsku tafli. 4. leikur sv. er fremur veikur, Bb4 eða Rd4 er betra. 5. 0—0, Bf8—e7 6. h2—h3, 0—0 7. d2—d3, a7—a6 Vafasöm tímaeyðsla; til greina kom h6 og síðan Be6. Hin hægfara liðs- skipan hv. gaf sv. tækifæri til að ná jöfnu tafli strax. 8. Bb5xRc6, b7xBc6 9. Bcl—e3, h7—h6 10. Rc3—e2, Rf6—h7 11. g2—g4, h6—h5 Hv. hindraði f5, en sv. notar sér réttilega veikleika h3 þar á móti. 12. Rf3—h2, d6—d5 Til greina kom einnig Bg5. 13. Re2—g3, Rh7—f6

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.