Stefnir - 01.10.1951, Síða 66
64
STEFNIR
handa um félagsmyndun og boð-
að var til stofnfundar í Búðardal
9. okt. s.l. Á fundinum mættu um
40 ungir menn úr öllum hreppum
sýslunnar. Af hálfu stambands-
stjórnar sátu fundinn: Jónas Rafn
ar alþm. og Gunnar Helgason er-
indreki. Bar fundurinn það með
sér, að Sjálfstæðisflokkurinn á
miklu fylgi að fagna hjá unga
fólkinu í Dalasýslu og það er
staðráðið í því, að tryggja Sjálf-
stæðisflokknum sigur í kjördæm-
inu í næslu kosningum. I vetur
verður unnið að söfnun nýrra fé-
laga, en á síðustu vikum hafa
bæzt margir nýir félagar í sam-
tökin. Form. félagsins er Elís G.
Þorsteinsson Búðardal.
Haustmót á Selfossi.
Ungir Sjálfstæðismenn á Suð-
vesturlandi hafa undanfarin ár
efnt til sameiginlegs móts hvert
haust, og hafa þau mót yfirleitt
verið haldin í Árnessýslu. Haust-
mótið í ár var haldið að Tryggva-
skála og sóttu það ungir Sjálf-
stæðismenn frá sjö félögum. Mót
ið var í alla staði hið ánægjuleg-
asta og sýndi vel þá góðu sam-
vinnu er þessi félög hafa sín á
milli í baráttunni fyrir sameigm-
legum málstað. Á mótinu flutti
Gunnar Thoroddsen borgarstjóri
ræðu, en auk hans töluðu: Magn-
ús Jónsson form. S. U. S. Ásgeir
Pétursson form. Heimdallar, Jón
Þorgilsson form. Fjölnis í Rang.
Hilmar Biering frá Stefni í Hafn-
arfirði og Gunnar Sigurðsson
form. IJéraðssambands ungra
Sjálfstæðismanna í Árn. Auk þess
voru skemmtiatriði og dans.
Vetrarstarfsemi.
Félög ungra Sjálfstæðismanna
eru nú starfandi í næstum öllurn
kjördæmum landsins. Hefur fé-
lagatala flestra þessara félaga vax
ið hröðum skrefum á síðustu ár-
um og samtökin eflst að miklum
mun. í vetur munu þau félög sem
starfandi eru í þéttbýlinu halda
uppi öflugri starfsemi með funda-
höldum, fræðslunámskeiðum og
kvöldvökum, en í dreifbýlinu er
erfiðara um vik um vetrartímann
varðandi öll fundarhöld og sam-
komur bæði vegna samgönguerf-
iðleika og fólksfæðar, en þrátt
fyrir það starfa sum félögin í
sveitunum af miklum krafti á
veturna.