Blik - 01.04.1955, Side 11
B L I K
9
á skömmum tíma. Menn og heil-
ar þjóðir geta blindast svo, að
helmyrkur efnishyggjunnar
grúfi yfir öllum orðum þeirra og
gjörðum. Þau eru súr, sagði ref-
urinn. Og efnishyggjumennirnir
telja sér trú um og vilja telja
öðrum trú um það, að skóla-
ganga og aukin þekking sé
e'nskis virði, af því að það eyk-
ur gjöldin í ríkissjóð og til bæj-
ar- og sveitarfélaga.
Oft heyrist um það rætt, að
íslendingar eyði svo miklu í sín
skólamál, að engin þjóð komist
þar til jafns og sé þetta óverj-
andi atferli.
Hvers vegna mættum við ekki
eyða tiltölulega meiru í skóla og
menntamál en aðrar þjóðir?
verður mér á að spyrja. Er hér
um að ræða eyðslu f jármuna til
ómerkrar eða fánýtrar starf-
semi? Hinu fyrra munu menn
svara á mismunandi vegu. En
ég hefi þar ákveðnar skoðanir,
sem faíla í svipaðan farveg og
álit margra annarra. Síðar mun
ég færa rök að því, að skóla-
ganga og aukin þekking, sem í
flestum tilfellum er ávöxtur
hennar og tvímælalaust á að
vera það, er ekki einskis virði
fyrir menntuð, nútíma þjóðfélög
og einstaklinga.
Hitt ber svo að hafa í huga,
að mörg lönd eyða til mennta-
mála hlutfallslega svipaðri upp-
hæð og við íslendingar eða um
18 % af útgjöldum ríkisins. Teldi
ég það síður en svo lofsvert, ef
framlag til menntamála yrði
skorið niður t. d. til þess að
standa straum af kostnaði við
stofnun íslenzks hers og her-
mála í landinu. En svo að segja
allar aðrar þjóðir en við Islend-
ingar eyða miklum hluta þjóðar-
teknanna til hermála. Þarna er
stór útgjaldaliður, sem við hér
á landi erum laus við. I sam-
bandi við þjálfun hermanna eru
ýmsir skólar nauðsynlegir t. d.
foringjaskólar.
Það ætti að vera okkur Is-
lendingum metnaðarmál að eyða
meira fé en nokkur önnur þjóð
til skóla og menntamála og ekki
einum eyri til hermála. Jafn-
framt verður að tryggja það, að
fjármunum þeim, sem til þess-
ara mála renna, sé vel varið. Þar
má engin óþarfa sóun eiga sér
stað. Enginn má misskilja orð
mín svo, að eyðslan sé mæli-
kvarði á framkvæmdir og fyrir-
komulag menntamála. En okk-
ur ætti að vera vorkunnarlaust
að fylgjast með þessum málum
í öðrum löndum og ætíð að velja
það, sem bezt reynist og hag-
kvæmast bæði hérlendis og er-
lendis. Þá getum við með góðri
samvizku fórnað miklu fé á alt-
ari menntagyðjunnar. Gleymum
því ekki, að aðrar þjóðir leggja
fram álíka mikið fé til mennta-
mála og við, og þar að auki stór-