Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Page 8
6
Læknar láta þessa getið:1)
Hafnarfí. Atvinnuleysi mikið.
Borgarfí. Meðalár.
Borgarnes. Árferði gott, og héraðsbúum hefir liðið sæmilega. Samt
mun velmegun ekki vaxa, og' veldur þar mestu um hin hræðilega
farsótt í fé, Deildartunguveikin.
Ólafsvíkur. Afkoma héraðsins léleg', en þó ekki verri en undan-
farin ár.
Dala. Afkomu bænda fer heldur hnignandi.
Flateyjar. Árferði varla í meðallagi og afkoma eftir því.
Dingeyrar. Afkoma almennings g'óð á árinu. Bændum vegnar betur
en áður var. Afkoma þeirra þó lakari en árið á undan. Straumur-
inn úr sveitunum heldur áfram. Jarðir leggjast í eyði. Afkoma sjó-
manna sæmileg. Verkafólk í kauptúnum hafði g'óða atvinnu við fisk-
verkun og frystingu á hvalketi.
Flategrar. Meðalár, hvað snertir heilsufar og' afkomu almennings.
Hóls. Fiskafli meiri á þessu ári en undanfarin ár. Afkoma fólks
hefir jiví heldur batnað, enda veitti ekki af.
Ögur. Við sjóinn var afkoma með bezta móti, miðað við síðustu
9—10 ár. Landbúnaðarafkoman í góðu meðallagi.
Hestegrar. Afkoma almennings í lakara meðallagi.
Hólmavíkur. Afkoma manna til lands og' sjávar heldur góð á árinu.
Miðfí. Afkoma þeirra, sem lítið hafa misst af fé sínu, mun yfir-
leitt hafa verið góð, en hjá hinuin vitanlega erfið, því að ekki er svo
fljótlegt að skipta um búnaðarháttu, þótt skilyrði væru til þess, en
þeir, sem verst urðu úti, nutu meiri vorvinnu við vegagerðir o. f).
hlunninda.
Blönduós. Árferði var hér í meðallagi. Afkoma liefði yfirleitt orðið
góð, ef mæðiveikin hefði ekki lagzt á sveitirnar vestan Blöndu.
Sauðárkróks. Atvinna manna í kauptúninu Sauðárkróki, sem hefir
nær því 1000 íbúa, var með betra móti vegna byggingar á hafnar-
garði, sem varð þó ekki Iokið.
Ólafsfí. Yfirleitt má segja, að afkoma manna til sjávarins hafi
verið dágóð og hin bezta nú í nokkur ár.
Akuregrar. Afkoma hænda og héraðsbúa yfirleitt ekki lakari en
árið áður, en þó verður fátækraframfæri Akureyrarkaupstaðar
þyngra og þyngra.
Höfðahverfis. Afkoma manna hér mun, þegar á allt er litið, mega
teljast með betra móti, sérstaklega þó útgerðarmanna.
Regkdæla. Almenn afkoma svipuð og undanfarin ár. Yfirleitt má
segja, að efnahagur sé sæmilegur og menn húi í góðum húsakynn-
uin, en vöntun er víða á upphitun.
Öxarfí. Verkamönnum á Raufarhöfn var árið mun óhagstæðara
en 1937 og sveitarþyngsli, m. a. af því, hálfu meiri i Presthólahreppi
nú. í heild sinni varð árið héraðsheildinni hagstætt, því að það varð
jiað bændum, sem hér er aðalstéltin.
1) Arsskýrslur (yfirlitskýrslur) hafa borizt úr öllum héruðum nema úr Hvik,
Stykkishólms, Bíldudals, Patreksfj. (að mestu leyti), Reykjarfj., Siglufj., Húsa-
víkur, Fljótsdals og Rangár.