Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 46
44
hreppum (heftiplástursaðferð). Þar af reyndust 7 jákvæð. Eg varð
að fela kennurunum að lesa útkomuna, en tel, að það hafi verið
rétt gert.
Keflavikur. Var í fyrsta skipti gert berklapróf á skólabörnum í
héraðinu, og var útkoman þessi: Grindavík 8% 4~> Keflavík 15,2,
Gerðum 10,2, Sandgerði 9,5, Vatnsleysuströnd 11,1 og Hafnarhreppi
28,0,enda hafa fundizt þar berklahreiður.
3. Geislasveppsbólga (actinomycosis).
Töflur V—VI.
Sjúkdómsins er ekki getið á árinu.
4. Holdsveiki (lepra).
Töflur V—VI.
S júklingafjöldi 1929—1938:
192!) 19,‘iO 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
A Laugarnesi 27 24 21 19 19 22 19 18 18 17
í héruðum . . 11 11 10 8 8 9 7 7 6 5
Samtals .... 38 35 31 27 27 31 26 25 24 22
Utan sjúkrahúsa er getið mn 5 sjúklinga í þessum héruðum í
árslok:
Hóls: 1 (kona 82 ára).
Ólafsfj.: 1 (karl 54 ára).
Húsavíkur: 2 (karl 57 ára, kona 63).
Grímsnes: 1 (karl 69 ára).
Læknir Laugarnesspítalans Iætur þessa getið:
Sjúklingar voru i ársbyrjun 18, en 1 karlmaður var útskrifaður á
árinu sem heilbrigður, svo að í árslok voru 17 sjúklingar, sem skipt-
ust þannig eftir tegund veikinnar:
L. tuberosa: 7 karlar og 6 konur. L. anaesthet.: 1 karl og' 3 konur.
Sjúklingurinn, sem leyft var að fara heim, var frá Vík í Héðins-
firði. Kom hann hing'að 13. febr. 1926 og hafði því dvalið hér í full
12 ár, er hann fór héðan 23. maí. Áður en hann fór, var gerð á hon-
um nákvæm rannsókn: blóðrannsókn, smásjárrannsókn frá örvef,
augnarannsókn o. s. frv., og þar sem ekki fundust nein merki um
virka lepra, fékk hann heimfararleyfi, enda sótti hann það mjög fast
og fjölskylda hans. Hann fékk nákvæm fyrirmæli um varúð í um-
gengni á heimili sínu og við aðra, og eins fékk hann með sér Chaul-
moogra-olíu til þess að nota eftir ákveðnum reglum, sem hann var
vel kunnugur héðan af spítalanum, og síðan hefir hann fengið viðbót,
þó að vitanlega hafi ekki borið neitt á holdsveiki. Eins fékk hann
ýtarlega áminningu um að leita þegar læknis, ef eitthvað bæri út af,
sem grunsamlegt gæti verið, og draga ekki dul á, að hann hefði fengið
þenna sjúkdóm. Af stærri aðgerðum má nefna amput. crur. sin. vegna
mal. perfor. ped. Var hún gerð í Landsspítalanum, en sjúklingurinn
þegar fluttur hingað að aðgerð lokinni. Eins og áður hafa margir