Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Síða 79
barn frá Hjalteyri, V/z árs gamalt, er brenndist mjög mikið á baki
og sitjanda við það, að það datt ofan í þvottabala með brennheitu
vatni. Eftir ca. 2 mánuði var barnið þó að mestu leyti gróið sára
sinna, og virtust ekki ætla að koma nein teljandi ör eftir brunann.
Hitt tilfellið var 20 ára gamall niaður frá Hjalteyri, er lenti i lyfti-
vél síldarverksmiðjunnar á Hjalteyri og hjóst allur og brotnaði, svo
að hann beið bana af ca. 3 stundum eftir meiðslin. Fract. baseos
cranii 1, antibrachii et Collesi 22, brachii 2, claviculae 3, femoris
I, malleoli 2, cruris 5, metacarpi 3, digiti manus 2, digiti pedis 1,
oss. navicular. 1, costae 2, scapulae 1. Lux. humeri 6, patellae t, digiti
pedis 1. Hausbrotni maðurinn var verkamaður á Hjalteyri, er fannst
meðvitundarlaus á gólfi verksmiðjunnar. Hefir að líkindum fallið
ofan úr stiga, er þar var. Sjúklingurinn dó tæpum sólarhring eftir
slysið án þess að vakna til meðvitundar.
Höfðahverfis. 8 ára drengur á Árskógsströnd lærbrotnaði síðast
i marzmánuði. Atvikaðist það þannig, að 2 drengir voru að fljúgast
á á sléttu gólfi. Dalt annar drengurinn og' hrökk sundur lærlegg-
urinn rétt fyrir ofan hné. 2 ára drengur brenndist illa á vinstra
fæti frá nára niður allan fót innanvert. Hellti ofan á sig heitu vatni.
4- ára drengur stakk sig á ljá djúpri stungu, 5 cm langri. 49 ára
kona missti pott með sjóðandi vatni ofan á fæturna á sér og brennd-
ist talsvert á báðum fótum. 3 ára stúlkubarn festi litla fingur hægri
handar í tannhjóli. Skófst holdið alveg af fremstu kjúku og dálítið
upp á aðra.
Reykdæla. 17 ára stúlka hlaut vuln. contns. digiti II. við að berja
fisk. Við smíðar hlaut 37 ára smiður contusio digiti II. Við eldhús-
störf 25 ára stúlka combustio reg. antibrachii 2. og' 3. stigs. í vega-
vinnu 25 ára piltur distorsio pedis. Við innanhússtörf (bvlta) stúlka,
38 ára, vuln. contus. capitis, önnur, 19 ára, contusio permagna
genital. ext. Við heyburð í hálku 38 ára maður haemarthros genu.
Við slátt 18 ára piltur vuln. incis. reg. patellae. Við íþróttir hafa
slasazt 8 manns: í glínni, 19 ára piltur: fract. proc, cor. ulnae & lux.
cubiti post., í leikfimi 3 piltar innan tvítugs: distorsio pedis, og 2
piltar: contusio reg'. patellae, í kappsundi 2 piltar innan tvítugs:
vuln. incis. pedis. 1 skemmtiferðum hafa slasazt 2 menn: fract.
Collesi (25 ára stúlka) Amln. contus. reg. ant. cruris (23 ára piltur).
í óráði, 88 ára maður: vuln. incis. capitis. Sjálfsmorðstilraun, 20
ára maður: vuln. contus. ulnae sin. Barnaslys við leik og störf:
Vuln. contus. 1, puncta 2, incis. 2. Contusiones 3. Fract. Collesi 1,
antibrachii 2, claviculae 1. Enn frernur hafa slasazt 70 ára maður:
lract. coxae, 38 ára kona: fract. costae, 67 ára kona: fract. claviculae
og 53 ára kona: vuln. contus. capitis.
Öxarfj. Krakki datt og fór úr olnbog'alið. Kona fótbrotnaði (ég
held fract. malleol. — stunduð af lækni á Raufarhöfn). Minni hátt-
ar slys voru ekki tíð og ígerðir með óalgengara móti. Þá ber víst
að telja hér, að geðveik kerling drekkti sér. 1 kona varð blind á
sviplegan hátt þetta ár. Eitthvað fór upp í annað auga hennar.
Hún á heima skammt frá Raufarhöfn. Ótíð var og ófærð. Hún fór
nú til Raufarhafnar til nærfærinnar konu þar, þó ekki fyrr en eftir