Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Qupperneq 89
87
en i Breiðdal er starfandi líknarfélag, „Einingin“, sera styrkir innan-
sveitarsjúklinga fjárhagslega.
Síðu. Miðstöðvartækjum var komið fyrir í læknisbústað og sjúkra-
skýli. Yar þess mikil þörf, vegna þess hve rafmagnið verður lítið,
þegar langvarandi frost eru að vetrinum. Þó að ekki sé um miklar
skurðlækningar að ræða, þar sem engin er hjúkrunarkona og sjúkra-
gögn ófullkomin, tel ég samt mjög mikils virði að geta tekið sjúk-
linga til mín.
Eyrarbakka. Allt stendur við sama í þessum málum, nema hvað
sú litla von, sein í fyrra var um það, að úr þessu rættist lítils háttar,
er nú gersamlega steindauð. I árslokin keypti læknishéraðið rönt-
gentæki Reykjahælis.
Grimsnes. A þessu ári var gamli læknisbústaðurinn í Laugarási
i'ifinn og vandað steinhús byggt í staðinn. 1 herbergi í húsinu er
ætlað sjúklingi, ef með þarf.
Keflavikur. Sjúkraskýli Rauða krossins i Sandgerði starfaði eins
og undanfarið ár á vertíðinni, og var þar lærð hjúkrunarkona. R. K.
hafði látið gera böð i sjúkraskýlinu, og voru þau tekin til afnota
í aprílmánuði. Fengu skólabörn og sjómenn að njóta þeirra, og jókst
notkun þeirra mikið, enda vinsæl.
B. Sjúkrahjúkrun. Heilsuverndun. Sjúkrasamlög.
Hjúkrunarfélög.
1. Hjúkunarfélagið IAkn i Reykjavík gerir svofellda grein fyrir
störfum sínum á árinu:
Árið 1938 hafði hjúkrunarfélagið Líkn 6 hjúkrunarkonur í fastri
þjónustu sinni. Störfum þeirra var skipt þannig, að 3 þeirra unnu
við heimilisvitjanahjúkrun, 2 við berklavarnastöðina í Reykjavík og
1 við ungbarnavernd Liknar. Stöðvarhjúkrunarkonurnar hjálpuðu til
við heimilishjúkrun í sumarleyfum og höfðu hjúkrunarkvöldvakt að
jöfnu við heimilishjúkrunarkonurnar. Farið var í 12117 sjúkravitj-
anir, þar af voru 9966 sjúkrasamlagsvitjanir. Vakað var í 6 nætur.
Dagvaktir voru 7%. (Sjá síðar um Heiísuverndarstöð Reykjavikur,
sem rekin er á veguin félagsins). Meðlimatala Líknar er nú
um 240. Tekjur félagsins á árinu voru kr. 48576,72 og gjöld
kr. 43998,70.
2. Hjúkrunarfélag Akraness, Akranesi. Var lagt niður á árinu.
3. Hjúkrunarfélag Ólafsvíkur, Ólafsvík.
4. Hjúkrunarfélagið Hjálp, Patreksfirði. Tala meðlima 21. Tekjur
kr. 1134,00. Gjöld kr. 900,00. Eignir kr. 2602,00. Dagþjónusta 108.
Fyrir þessum félögum er engin grein gerð á árinu:
5. Hjúkrunarfélagið Samúð, Bíldudal.
6. Hjúkrunarfélagið Hlín, Höfðahverfi.
7. Sængurkonufélag, Húsavík.
8. Hjúkrunarfélag Desjarmijrarprsetakalls, Borgarfirði eystra.
Heilsuverndarstöðvar.
A árinu tóku til starfa heilsuverndarstöðvar í Vestmannaeyjmn, á
Seyðisfirði og Akureyri. Slunda þessar stöðvar enn sem komið er
nær eingöngu berklavarnir. Eru stöðvarnar styrktar af viðkomandi