Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Síða 117
— 115
1967
Tala rúma jókst á árinu um 13, eða um 11,3% umfram það, sem
var á árinu 1966. í lok ársins voru bækistöðvar lækna Reykjalundar
og héraðslæknis Álafosshéraðs fluttar í nýtt húsnæði. Jafnframt flutti
þangað starfsemi hjúkrunarliðs. Rannsóknarstofa var sett á lagg-
irnar þar og ritaraþjónusta. Hið nýja húsnæði bætti mjög starfsað-
stöðu lækna og hjúkrunarliðs.
J-2. Heilsuhæli NLFÍ.
Heilsuhæli Náttúrulækningafélags íslands í Hveragerði hóf rekstur
24. júlí 1955 með 40 rúmum. Á árinu 1957 fékk félagið heimild til að
starfrækja gigtlækningadeild innan hælisins, og hefur hún verið starf-
rækt síðan. Árið 1965 var rúmafjöldi orðinn 110, og er hann óbreyttur.
Við hælið hefur frá byrjun starfað einn læknir í fullu starfi, og þegar
gigtlækningadeildin var stofnuð, var sérfræðingur í nuddlækningum
váðinn í hluta af starfi. Hælið er nú rekið sem endurhæfingar- og aftur-
batastofnun. Skýrslur um starfsemi hælisins munu ekki hafa borizt
landlækni fyrr en árið 1965, enda ekki eftir þeim gengið. Fer hér á
eftir sjúklinga- og dvalardagafjöldi fyrir árin 1965—1967:
Cð 6 ‘2 H Fjöldi í ársbyrjun Komu á árinu Fóru á árinu á Dóu árinu við Eftir áramót Dvalardagar
Börn Menn — Konur j Böm Menn Konur Böm Menn Konur Börn Menn Konur Böm Menn Konur
1965 110 3 455 748 3 451 742 4 6 27052
1966 110 _ 4 6 3 422 765 3 426 771 - 32496
1967 110 - - 11 489 823 11 489 823 33957
K. Hjúkrunar- og líknarfélög.
Um þetta vísast til Heilbrigðisskýrslna 1966.
L. Lyf jabúðareftirlit.
Eftirlitsmaður lyfjabúða gerir svolátandi grein fyrir eftirliti með
^yfjabúðum á árinu: Eftirlitsmanni til aðstoðar var ráðinn um fjög-
Urra mánaða skeið Vilhjálmur G. Skúlason dr. phil, lyfjafræðingur.
Lyfjabúðir voru í lok ársins 26 að tölu.
Starfslið: Starfslið lyfjabúðanna fyrir utan lyfsala (24), en með
forstöðumönnum tveggja félagsrekinna lyfjabúða, var sem hér segir.
Eru tölur miðaðar við þann dag, sem skoðun var gerð hverju sinni.
^okkuð algengt er, að starfsfólk sé ráðið hluta úr degi eða yfir skamm-
au tíma (t. d. sumarmánuðina), og er ekki gerður greinarmunur á því