Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Page 121
— 119 —
1967
brott 2123 bílförmum af afsópi og 1231 af opnum svæðum. Af göt-
unum var ekið brott 1390 m3 af snjó. Skúrar, herskálar og aðrar bygg-
ingar, sem gatnahreinsunin sá um niðurrif á, voru 185. Sorphreinsun.
Samanlagður fjöldi bílfarma, sem ekið var í sorpeyðingarstöðina og á
sorphaugana var 60333 og sorpmagnið áætlað 261700 m3. Framleiðsla
á skarna varð 3693 m3. Holræsahreinsun. Eftirlit með holræsakerfi
borgarinnar annast 5 manna vinnuflokkur, sem hefur bíl, holræsa-
snigil og vatnsdælu til umráða. Salernahreinsun. Hreinsa þurfti 40
staði, þar af 5 inni í borginni og 35 á vinnustöðum. Náðhús. Almenn-
ingsnáðhús borgarinnar eru 6. Við þau starfa 12 manns. Lóðahreinsun.
Fjarlægðir voru 42 dúfnakofar og rifnir 206 skúrar. Hreinsaðar voru
1824 lóðir. Ekið var brott 672 bílförmum af rusli. 420 bílhræjum var
ekið á sorphaugana. Lóðahreinsunarflokkurinn hreinsaði sjóbaðstað-
inn í Nauthólsvík samkvæmt ósk og fyrirmælum borgarlæknis. Dúfur,
kettir og meindýr. 172 rökstuddar kvartanir bárust um óþægindi af
dúfum. Vegna villikatta og dúfna voru skoðaðir 8681 staður. Lógað
var 1864 dúfum og 514 villiköttum. Á árinu bárust 2000 kvartanir um
rottu- eða músagang. Músum og rottum var útrýmt á 8763 stöðum, og
skoðuð voru 67 skip. Alls var dreift 186235 eiturskömmtum.
Akranes. Nýbyggingar íbúðarhúsa voru talsverðar, og á vegum bygg-
ingarsjóðs Akraness var að mestu lokið sambyggingu með 4 íbúðum til
útrýmingar heilsuspillandi húsnæði. Ekki voru hafnar framkvæmdir
við fyrirhugaðar endurbætur á vatnsveitu bæjarins, en verkið var hins
vegar undirbúið.
Stykkishólms. Hafin var smíði allmargra íbúðarhúsa á tveim síð-
nstu árum, en nú hefur algerlega tekið fyrir það, og eru mörg þessara
húsa enn ófullgerð. 1 Grundarfirði mun nú komin fullnægjandi vatns-
veita, en þar var borað eftir vatni fyrir nokkrum árum. 1 Stykkishólmi
er vatn hins vegar ónógt og lélegt og brýn nauðsyn á endurbótum. Er
vatnið yfirborðsvatn, leitt um 20 km leið eftir lélegum leiðslum.
Suðureyrar. Þar eð undanfarin ár hefur oft orðið tilfinnanlegur
vatnsskortur, var hafizt handa um að bora eftir neyzluvatni. Vatn
þetta er ekki enn komið á vatnsleiðslukerfið, en verður vonandi að
vori.
Hofsós. Eitrað er reglulega fyrir rottur. Neyzluvatn er víðast hvar
gott og meiri áherzla lögð á slíkt en áður. Umgengni utanhúss mætti
víða vera betri, svo og sorphreinsun.
ólafsfj. Sorphaugar hafa nú fengizt færðir fjær bænum. Mikið
af nýbyggðum húsum og nokkuð af íbúðarhúsum í byggingu. Þrifnaður
a beimilum góður. Þrifnaði við fiskvinnslustöðvar og á hafnarsvæði
mJög ábótavant.
Akureyrar. Hafin bygging íbúðarhúsa með 79 íbúðum á sl. ári. Skráð
voru fullgerð 42 hús með 106 íbúðum. Fokheld voru 44 hús með 62
íbúðum, og 19 hús með 76 íbúðum voru skemmra á veg komin.