Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Page 152

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Page 152
1967 — 150 — G. er illa gefinn og frámunalega lélegur upplýsandi, auk þess sem hann er „fúll“ út af öllu þessu umstangi og ófús til upplýsinga, auk fjarska takmarkaðrar getu til upplýsinga í samræmi við greindar- stig sitt. G. er fæddur .... 1937. Foreldrar hans eru bæði á lífi og við sæmi- lega heilsu. Faðir hans er nokkuð orðinn slitinn, að því er hann telur, en annars hraustur og hefur alltaf verið „húsbóndi á sínu heimili", en samkomulag er gott. Móðir hans hefur lengi verið hálftæp á taug- um. Segir G., að sér hafi verið sagt, að þegar hún gekk með hann, hafi hún verið eitthvað lasin. Er helzt að skilja, að þar hafi verið um einhverja minnistruflun að ræða, og var hún vegna þess ama á Landa- kotsspítala síðustu vikurnar, að því er G. heldur. Ekki hafa þessar upp- lýsingar fengizt staðfestar frá Landakotsspítala. Að sögn G. mun móðir hans hafa verið hálflasin í síðari meðgöngum og alltaf eitthvað upp á þennan máta. Ekki er vitað um neina sérstaka kvilla eða sjúkdóma hjá G. í bemsku eða uppvexti. Hann átti skólagöngu sína á . ..., og mun hún hafa verið með litlum glæsibrag, venjuleg bamaskólaganga og einn bekkur í gagn- fræðaskóla, sem hann þó víst lauk ekki prófi úr. Eftir skóla vann hann alla algenga vinnu, m. a. á sjó, en segir, að sér hafi alltaf liðið illa þar. G. hefur verið í foreldrhúsum fram að þessu að fráskildu einu ári, að hann var kvæntur og átti eigið heimili. Segir hann, að það hafi fljót- lega komið í ljós, að þau hjónin áttu ekki skap saman, „alltaf rifrildi, þegar maður var kominn heim“. Þau komu sér svo saman um að skilja. Þegar til kastanna kom, segir hann, að konan hafi verið alveg til með að sættast og semja, en þá hafi hann verið búinn að fá nóg og hafi neitað öllu. G. segist hafa orðið kynþroska eitthvað í kringum fermingu, iðkað þá masturbatio (sjálfsfróun) og eitthvað síðan. Eftir að hann skildi við fyrrverandi konu sína, hefur hann haft einhver laus sambönd og til- viljunarkennd, að hann segir. G. kom til undirritaðs 27. 9. vegna „taugaveiklunar“-einkenna, sem hann sagði, að væru sennilega meðfædd. Sagðist hann vera mismun- andi slæmur, en á köflum væri áberandi kvíði, og ef hann yrði fyrir einhverju, yrði honum allt að því flökurt. Ekki kemur þetta þó að sök að ráði við núverandi störf, nema ef hann þarf að fará langt einn saman, og forðast hann það heldur. Á heimili kemur þetta ekki fram. Hann sagðist ennfremur vera í nokkurri „pressu“, eftir að hann keypti sér vörubifreið, sem hann á fullt í fangi með að standa í skilum með. Þessi taugaveiklunareinkenni hafa þjáð hann áður, svo að hann hefur leitað læknis, en sú meðferð, sem hann fékk þar, svo sem ekki skipt sköpum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.