Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Qupperneq 153
— 151 —
1967
Nú er að sjá af upplýsingum af málskjölum, að G. sé oft langtímum
saman á afgreiðslu vörubifreiðastöðvarinnar á kvöldin við öldrykkju
og gefi sig talsvert að unglingum, sem þangað sækja til gosdrykkja-
kaupa. Ekki hefur hann þó fram að þessu verið orðaður við ósæmilega
áleitni á þá fyrr en þá nú. Eins og rakið er í málskjölum, var fyrst
farið að hreyfa þessu máli, er tæplega 15 ára drengur var tekinn við
vörubifreiðastöð .... 21. 9. s.l. upp úr klukkan 22 um kvöldið mjög
ölvaður.
Er næstum að sjá, að óvíst sé, hvenær — eða jafnvel hvort þetta
ftiál hefði komizt í hámæli, ef þessar ytri aðstæður hefðu ekki gefið
tilefnið. Um málsatvik er G. margsaga, gerir ýmist að játa næstum
allt, sem hver hafa vill, ef svo mætti segja, eða kenna drengnum um
meginpartinn og allt frumkvæðið, sem máli skiptir. Skýringuna á því,
hvers vegna hann hafi játað á sig frumkvæðið við yfirheyrslurnar á
• •.., segir hann þá, að hann hafi ekkert getað verið að þvarga
þetta við þá, „hann hefði ekki neinar taugar til slíks“. Þeir hafi bara
sagt: „Þú ert eldri, þú hlýtur að hafa byrjað“, og þá hafi verið bezt
að hafa það svo. Minnir G. oft í þessum orðaskiptum á stúrinn krakka,
sem fer í fýlu, þegar verið er að jagast í honum um hluti, sem honum
finnst ekki þess verðir eða bara til leiðinda.
Ekki er ástæða til að rekja hér nákvæmlega sögu sambands þeirra
G. og drengsins: Fram kemur, að þeir kynnast eitthvað snemma s.l.
vor, er G. var að hjálpa eldri kunningja drengsins við viðgerð á bif-
veið hans. Einum til tveim mánuðum síðar hafi G. svo boðið drengnum
upp í jeppa til sín undir því yfirskini að aka eitthvað um bæinn, en
farið svo út fyrir bæinn og gerzt þá þegar nokkuð nærgöngull við
hann. Síðan er að sjá, að G. hafi ein sex skipti leitað á drenginn á
oiismunandi hátt og oftast komið fram vilja sínum að einhverju leyti að
roinnsta kosti, en einu sinni að auki gefið drengnum áfengi, svo að
hann varð ölvaður. Varð það til þess að koma upp um þessi samskipti.
Ekki liggur það þó með öllu ljóst fyrir, hvort drengurinn hefur beðið
G. um að mega smakka á eða G. hafi boðið honum það eða haldið því
að honum, en alla vega lá áfengið á lausu. Það er heldur ekki með öllu
1 jóst, hvort þetta er í einasta skiptið, sem drengurinn verður ölvaður
fram að þessu. Vill hann svo vera láta, en góðkunningi hans 4—5 árum
eldri segir, „að G. þykist oft vera ölvaður, þótt hann hafi ekki smakkað
vín eða mjög lítið“.
Mök þeirra G. og drengsins hafa alltaf verið í bifreið G. rétt utan
við byggð á .... eða í sambandi við ferðir, sem drengurinn hefur
farið með G., aðallega í malarflutningum innan úr .... eða ofan úr
....Er ýmist, að G. hefur sent eftir honum eða rekizt á hann í
bænum, jafnvel að þeir hafi svo mælt sér mót. Er svo að sjá, að hann
hafi verið farinn að ná valdi á drengnum, sem ekki verður séð fyrir,
hvert hefði leitt, ef ytri atvik hefðu ekki komið þessu upp.