Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Page 167

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Page 167
— 165 1967 geðrannsóknar, kveðst hann enga skýringu geta gefið. Hann ber við minnisleysi, hvað þá snertir fyrst á eftir, en segir þá síðan hafa rifjazt upp smám saman eftir handtökuna í október s.l. A. segir, að undanfari allra íkveiknanna hafi verið andleg vanlíðan. Hann kveðst hafa verið haldinn miklum kvíða og spennu, þjakaður af einmanakennd og óhamingju, leitaði þá alltaf til vínsins og svolgraði það í sig á stuttum tíma. Leið honum betur fyrst á eftir, en fljótlega hafi mikil umbrot orðið í sér. Kveðst hann hafa átt í mikilli innri baráttu, og hafi þá verið eins og eitthvert dulið afl, sem hann ekki réð við, hafi togað í sig og rekið sig út í þessi ódæðisverk. Á eftir hafi allt lokazt fyrir sér og sálarlífið gengið í einn rembihnút, sem ekki hafi raknað fyrr en eftir síðasta brunann. Heilsufar A. hefur yfirleitt verið gott. Fengið algengustu umgangs- kvilla. Hann var hætt kominn af kíghósta 2ja ára gamall. Botnlangi var tekinn í janúar 1961. 1 mörg ár hefur hann kvartað um höfuðverk og var sendur í rannsókn. Var hann þess vegna á fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1965. Reyndist hann hafa vöðvabólgur, sem löguðust um tíma við meðferð. Annað fannst ekki athugavert við rannsókn þessa. Vegna höfuðverkjar hefur hann um langt skeið notað talsvert af verkja- töflum. Samkv. vottorði .... fyrrv. héraðslæknis leitaði A. oft til hans vegna ýmislegra kvartana, og taldi ..... að geðrænar veilur gætu staðið þar að baki. Fékk og lyf vegna þessa, en ekki er vitað, að hann hafi misnotað þau á neinn hátt. Við líkamlega skoðun fannst ekkert athugavert nema minnkuð sjón, sem heimtar gleraugu, einnig minnkuð heyrn á vinstra eyra. Falskar tennur eru í báðum gómum. Blóðþrýstingur 105/80, púls 80/mín. Hjarta- línurit var eðlilegt. Ör er á kvið eftir botnlangaaðgerð. Skoðun tauga-, lyf- og augnasérfræðinga leiddi ekkert frekar í ljós. Allar almennar blóð- og þvagrannsóknir voru eðlilegar. Heilalínurit, tekið skömmu eftir komu, sýndi mikinn kvíða og spennu. Heilalínurit, tekið undir áhrifum svefnlyfs og síðar í svæfingu, sýndi ekkert með vissu óeðlilegt. Við geðskoðun verður vart mikils kvíða og spennu, sem aðallega kemur fram í líkamlegum kvörtunum, einkum höfuðverk. Hæglátur maður og kurteis, fremur skapgóður og þægilegur í umgengni, kemur sér vel við samsjúklinga og starfsfólk. Hann virðist tilfinningalega óþroskaður, hafa mikla tilhneigingu til að setja vandamál sín á bak við ímyndaðan veruleika og á erfitt með að horfast í augu við vandann hverju sinni og leysa hann. Þess vegna hrúgast upp hjá honum áhyggjur, hann lendir í sjálfheldu, finnur enga leið út og breiðir yfir allt saman með yfirborðskenndri framkomu. Hann á erfitt með að tjá hug sinn allan, og líða margar vikur og viðtöl, þar til hann er reiðubúinn að létta af sér, og gerist það smám saman. Almenn líðan hans er greinilega miklu betri, eftir að hann hefur létt af sér hverju sinni. Eftirtekt, skiln- ingur og greind eru í góðu meðallagi. Hann er fullkomlega áttaður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.