Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Síða 168
1967
— 166
í tíma og rúmi. Hann er hvorki halclinn ranghugmyndum né ofskynj-
unum. Honum er ljóst, hvers vegna hann er hér á sjúkrahúsinu, telur
sig í þörf fyrir læknishjálp og óskar þess eindregið, að hún megi takast.
Niðurstöður ........ sálfræðings: Sjúklingur er 35 ára gamall,
kvæntur verzlunarmaður, innlagður til geðrannsóknar vegna íkveikju-
æðis. Við rannsókn kemur í ljós, að hann er vel gefinn, hugmynda-
ríkur og listrænn, en honum nýtist illa að greind sinni vegna óþroskaðs
tilfinningalífs og persónuleika almennt, mikils kvíða og óróa og mikilla
innri vandamála, sem einkum eru með agressivar tilhneigingar, sem
þó fá ekki útrás að jafnaði, og hefur hann haft þann hátt á að distansera
(fjarlægja) þær til þess að hafa stjórn á þeim, en mistekizt það undir
áhrifum áfengis.
Diagnosis: Personality disorder, anxiety reaktion með alkoholisma
í „passive agressivum" persónuleika.
Batahorfur virðast tvíræðar, persónuleikinn er veikbyggður, og
sjúklingur hefur tilhneigingu til að forðast að horfast í augu við vanda-
mál sín, og mun meðferð því vera mjög erfið og sjúkl. líklegur til að
sleppa úr greipum terapeuts. Hins vegar kemur greind og almennir
hæfileikar sjúkl. honum til góðs til þess að vinna sjálfur bug á tilhneig-
ingum sínum með stuðningi psykoterapeuts.
Hér á sjúkrahúsinu hefur A. komið vel fyrir, verið kurteis og þægi-
legur í umgengni og mjög hjálplegur við hin ýmsu störf á deildinni.
Tekið þátt í félagslífi sjúklinga. Tók sjálfur að sér að skemmta á sam-
komum þeirra. Ritstýrði jólaútgáfu blaðs þess, sem hér er gefið út af
sjúklingum. Hann þótti framanaf ótrúlega áhyggj ulítill út af framtíð
sinni og gjörðum. Það reyndist hins vegar mest á yfirborðinu, og öðru
hvoru kom fram hjá honum mikill kvíði og spenna. Átti hann þá
erfitt með svefn, kvartaði um höfuðverk, var fámálli og þyngri og hálf-
klökkur, er við hann var rætt. Létti honum yfirleitt í viðtölum og leið
betur á eftir.
Auk viðtala hefur hann fengið lyfjameðferð með nokkrum árangri.
Hann hefur verið tiltölulega frjáls hér, fengið bæjarleyfi ýmissa er-
inda. A. m. k. tvisvar fór hann á opinberan skemmtistað með samsjúklingi
sínum, en sá hafði leyfi til þess, en A. ekki. Var það rætt við A. og hon-
um bannað og fór ekki eftir það. Er hann kom á spítalann í tvö fyrr-
nefnd skipti, var hann í góðu standi, og staðfesti hj úkrunarkona, að
hann hefði ekki verið undir áhrifum áfengis.
1 stuttu máli: 86 ára gamall maður, fæddur og uppalinn á ....
við sæmileg kjör. Hlaut gott atlæti í uppvexti, var eftirlætisbarn for-
eldra sinna, einkum föður síns, og kemur greinilega fram af upplýs-
ingum A. og annarra, að eftirlætið hefur verið talsvert meira en góðu
hófi gegndi og þá lítið tillit tekið til annarra. Á skólaárum skar hann
sig ekki úr á neinn hátt, var námfús í meðallagi, drengur góður og