Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1968, Page 138

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1968, Page 138
1968 — 136 — verða því viðbrögð hennar oft flausturkennd. Hana skortir greinilega allt innsæi í tilfinningar sínar, sem virðast vera mjög óþroskaðar, og hún reynir fyrst og fremst að bæla niður og afneita öllum þeim tilfinn- ingum, sem valda henni óþægindum og hún er hrædd við, svo sem reiði og hatur. Hún virðist ætíð hafa forðazt og átt erfitt með að mynda sterk til- finningatengsl við annað fólk. Hún hefur aldrei haft ákveðið markmið að keppa að í lífinu, heldur hefur hún borizt með straumnum og látið reka á reiðanum. Hún hefur laðazt að karlmönnum, sem hafa misnotað áfengi meira eða minna og hafa því greinilega líka verið tilfinninga- lega vanþroska og átt við svipuð vandamál að stríða og P., þ. e. að geta ekki myndað sterk tilfinningaleg sambönd við annað fólk. Hlutskipti P. virðist alltaf hafa verið mjög erfitt, eftir að hún komst á fullorðinsár, nema þá kannske helzt síðustu 2 árin. Hún hefur sætt miklu mótlæti frá sambýlismönnum sínum. Hún virðist ætíð hafa reynt að bjargast eftir beztu getu, og í þessu virðist aðalstyrkur hennar fólginn, en mótlætið og harkan koma ávallt frá aðilum, sem hún fann sig vanmáttuga gagnvart og þorði því hvorki né gat barizt gegn þeim eða sýnt önnur eðlileg viðbrögð. Þegar P. stendur svo andspænis 5 ára gömlum syni sínum, sem er greinilega mjög ódæll og P. finnst hafa marga verstu eiginleika föð- ur síns, S. K-sonar, sem var P. hvað erfiðastur í allri reynd, þá skortir hana skyndilega allt aðhald. Hún er núna sterki aðilinn og ekki fær um að stjórna niðurbældri reiði sinni, sem brýzt fram, að því er virð- ist aldrei að tilefnislausu, þegar hegðun S. var hvað verst. Það skal þó tekið fram, að svo virðist sem P. hafi verið fær um að stjóma tilfinn- ingum sínum lengst af, og ennfremur virðist ekki vera vissa fyrir því, að hún hafi nema tvisvar sinnum misst algjörlega stjórn á sér. P. var ávallt áttuð á stað og stund og í góðum raunveruleikatengslum. Minni hennar virðist mjög gott, bæði á löngu liðna atburði og nýskeða, skilningur og ályktunarhæfni virðist vera fyrir neðan meðallag, og dómgreind er einnig greinilega áfátt. Engin einkenni komu fram í við- tölum eða sálfræðilegum prófum, er bent gætu til þess, að P. hefði nokkrar vefrænar heilaskemmdir. Samkvæmt upplýsingum frá læknum barnadeildar Landspítalans er lýsing P. á hegðun S. sízt orðum aukin. Á barnadeildinni hefur S. verið mjög ögrandi í allri framkomu, lætur illa, órólegur og hávær á köflum. Á hann það oft til að rjúka á önnur börn og berja þau að tilefnislausu. Gerir sig oft líklegan til þess að gæla við starfsstúlkur deildarinnar, en fer þá að klóra þær. Hegðun sem þessi hjá bami gefur tilefni til þess að ætla, að um gæti verið að ræða hreina geðveiki eða einhvern vefrænan sjúkdóm í heila, og þyrfti að rannsaka S. með tilliti til þessa. Ef svo væri, er lítil furða, þó að móður með skaphöfn og tilfinningalíf sem P. mistækist að hafa hömlur á slíku bami og eigin skapi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.