Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1968, Blaðsíða 140
1968
— 138 —
Við sálfræðileg próf er P. greinilega treggefin, greindarvísitala 84,
persónuleikatruflanir eru áberandi og tilfinningalíf óþroskað. Dóm-
greind hennar er greinilega allmikið áfátt svo og ályktunarhæfni.
Verða því viðbrögð hennar fálmkennd. Hún leitast við að bæla niður
og afneita þeim tilfinningum, sem valda henni óþægindum. Hefur aldrei
náð að mynda sterk tilfinningasambönd við annað fólk, svo sem nán-
ustu ættingja. Hana skortir vilja og stefnufestu, hefur samband henn-
ar við eiginmann og sambýlismenn einkennzt af uppburðarleysi. Hún
hefur staðið uppi vanmáttug gagnvart hegðunarvandamálum sonar
síns og hefur fundið hjá honum marga þá verstu eiginleika, sem voru
í fari föður hans. Hún hefur því ekki getað haft stjórn á reiði sinni
og öðrum tilfinningum, sem hegðun sonarins hefur vakið hjá henni.
Álit mitt á P. B-dóttur er, að hún sé ekki fáviti, heldur treggefin
með lélega dómgreind, hún er hvorki geðveik né geðvillt, heldur er
hún haldin persónuleikatruflunum, sem lýsa sér í vanþroska tilfinninga-
lífi, þannig að hún forðast að mynda sterk persónuleg sambönd. Til-
finningar og viðbrögð, sem valda henni óþægindum, reynir hún að
bæla niður og afneita. Við sérstakar aðstæður brjótast þessar tilfinn-
ingar fram, og hún missir stjórn á sér, svo sem berlega hefur komið í
ljós í samskiptum hennar við barn hennar, S. H. S-son. Hætta getur verið
á, að slíkir atburðir endurtaki sig gagnvart honum, ef hann verður í
umsjá P. áfram. Hins vegar hefur ekkert komið fram, sem bent hefur
til þess, að P. hafi áður misst stjórn á sér og misþyrmt börnum sínum,
og því mætti ætla, að hún gæti haft eðlilegar samvistir við þau, eins og
er, undir eftirliti barnaverndarnefndar eða annarra aðila.
Ekki virðast vera miklar horfur á, að P. geti yfirunnið persónuleika-
truflanir sínar. Til þess skortir hana greind og innsæi, en hún virðist
vissulega geta notfært sér stuðning, sem hún fengi með reglulegum
viðtölum, annaðhvort við geðlækni eða félagsráðgjafa“.
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi spurningum:
1. Hvert er álit læknaráðs á aldri þeirra brota, sem reyndust vera
á handleggjum drengsins S. H. S-sonar?
2. Telur læknaráð, að drengurinn hafi getað valdið brotum þessum
sjálfur, þá er hann var reyrður ofan í rúmið eða á annan hátt?
3. Hyggur læknaráð líklegt, að sambýlisfólk drengsins hafi komizt
hjá að verða vart við nefnd handleggsbrot?
4. Óskað er álits læknaráðs á niðurstöðu geðheilbrigðisrannsóknar
Ásgeirs Karlssonar læknis.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ad 1. Samkvæmt álitsgerð prófessors dr. med. Gísla Fr. Petersen
er aldur brota á upphandleggsbeinum 1—2 vikur hið minnsta,