Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1968, Page 139

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1968, Page 139
— 137 1968 1 stuttu máli: P. B-dóttir er fædd .... 1932 í Reykjavík, ólst upp hjá foreldrum sínum að......Hún á eina hálfsystur sér eldri frá fyrra hjónabandi móður hennar og 2 yngri alsystur. Ekki er vitað um neina geðveiki í ætt P. P. ólst upp hjá foreldrum sínum. Móðir hennar er sögð hafa verið allströng og mun hafa beitt P. líkamlegum refsingum, þegar hún var barn að aldri, en þó ekki að því er virðist úr hófi fram. Faðir P. er sagður rólyndur maður, og mun P. hafa verið hændari að honum en móðurinni. P. virðist hafa verið dul og feimin, frá því hún var barn, og náði aldrei að mynda sterk tilfinningaleg sambönd við hvorugt foreldri sitt. Hún lék sér lítt með öðrum börnum. Hún lauk barnaprófi 13 ára. Vann síðan heima, þar til hún réðst í vist í Reykjavík 16 ára gömul og kynntist þar S. G-syni, sem hún giftist síðan .... 1950. Fóru þau að búa í Reykjavík 3 mánuðum eftir fæðingu fyrsta barns þeirra. Alls eignuðust þau 3 dætur. S. mun hafa drukkið allmikið, og fjárhagsleg afkoma heimilisins var erfið. Þau skildu árið 1955, og fékk P. yfirráð yfir tveim yngi'i dætr- unum, og voru þær sendar austur í .... og voru hjá móðurforeldrum sínum þar til 1965. Rétt eftir skilnaðinn kynntist P. S. K-syni, hóf með honum sambúð 1956, þótt hún vissi, að hann væri drykkjumaður og hefði komizt í kast við lögin. Sambúð þeirra var mjög slæm, S. vann stopult, var illur og með ofstopa, þegar hann var drukkinn, og var sífellt að komast undir mannahendur. Eignuðust þau 3 syni, sá yngsti, S. H., fæddist .... 1963. Hafði P. í hyggju að gefa hann til fósturs, en snerist hugur, og dvaldist hann á vöggustofu fyrstu 2 ár ævi sinnar. P. og S. slitu samvistum haustið 1963, en snemma á árinu 1966 fór hún að vera með núverandi sambýlismanni sínum, S. G-syni, en þau hófu sambúð árið 1966. Þau eiga eitt barn saman, telpu, fædda .... 1967. P. segir sambúð þeirra S. allgóða, segir, að hann hafi drukkið mikið, áður en þau hófu sambúðina, en segir, að hann drekki nú minna og vinni ávallt reglulega. P. hefur haft yngsta son sinn, S., hjá sér síðan 1965 að því undan- skildu, að hann hefur dvalið um tíma á barnaheimilum, bæði að .... og á .....S. hefur ávallt verið mjög erfitt barn, og hefur hún orðið að beita hann líkamlegum refsingum, binda hann niður í rúmið um næt- ur öðru hvoru. P. segir, að það hafi fengið mikið á sig, þegar hún hafi þurft að refsa S., hún hafi skolfið innan á eftir og verið hrædd. Segist hún hafa al- gjörlega misst stjórn á sér og barið S. hvað eftir annað, svo að á hon- um sá, nóttina áður en hún lagðist hingað inn á Kleppsspítalann 27. febrúar, og ennfremur, að hann hafi verið bólginn á vinstri úlnlið, morguninn eftir að hún hafði bundið hann niður í rúmið, rúmri viku áður en seinna atvikið átti sér stað. Hana grunaði samt ekki, að hann væri beinbrotinn. 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.