Börn og menning - 01.04.2002, Síða 33
BÖRN OC MENN|N6
vera að fylgja boðorðunum tíu. Hún nýtur aðstoðar litlu
systur sinnar sem heitir Bríet og er ofviti með sjúkdóma
á heilanum. Hallgerði tekst að bijóta öll boðorðin -
a.m.k. út frá skilgreiningu Bríetar - og það án þess að
hegða sér neitt sérstaklega illa. Yrsu tekst að byggja
skemmtilega mynd af stúlku sem ætlar sér að nota
boðorðin til að vinna þessa keppni en í raun hafa þau
enga merkingu fyrir hana. Eða eins og Hallgerður segir
sjálf: „Ég er bijótandi boðorð á báða bóga, meira að segja
þegar ég er bara að bulla eitthvað út í loftið.“ Svona er
gildi þessara boðorða í lausu loflti nú á dögum.
Hallgerður er stöðugt að reyna að hlífa foður sínum
við öllu sem miður fer. Viðleitni hennar er þó fremur
misheppnuð. Hún þarf að safna peningum til að
endurbæta styttu föður síns sem hafði brotnað en það
merkilega er að sérhvert skref sem hún tekur til að safna
peningum færir hana eiginlega fjær markinu; rétt eins
og hjá svo mörgum sem basla við að græða. Segja má að
þau feðginin endurspegli hvort annað þar sem tilraunir
hans til að vera góður pabbi sem heldur almennilega
fermingarveislu eru fullkomið fíaskó og gestimir fá ekki
einu sinni servíettur, bara eldhúsrúllublöð.
Það sem er hressandi við B 10 - fyrir utan allan
hamaganginn og lætin - er auðvitað hve fyndin hún er.
Að sama skapi er hún raunsæ á sinn hátt þar sem
unglingamir em minnst í því að sofa hjá og dópa, öfugt
við ímynd þeirra í sjónvarpsfréttum. Hallgerður er
skemmtilegur sögumaður, töff og afslöppuð, hreint ekki
upptekin af kynhlutverki sínu en þrátt fyrir
töffaraskapinn líður yfir hana í mesta hamaganginum!
Samt sem áður liggur margt undir í B 10 og þar má
finna snörp skot á lífsgæða- og neyslukapphlaupið,
kaupæði þjóðarinnar og samskipti foreldra og unglinga,
en hraðinn í sögunni minnir dálítið á nútímasamfélagið
almennt þar sem fólk er í stöðugu kapphlaupi við að
græða peninga en færist æ fjær því.
Algjörtfrelsi segir frá Tinnu trassa sem er löt stelpa
og því kölluð trassi - en henni sjálfri finnst nafnið
minna á nafn ítalskrar greifynju. Mamma Tinnu er búin
að setja hana í nammibindindi en þar sem sælgætis-
þörfin er alveg að drepa Tinnu fer hún að leita að pabba
sínum til að fá hann til að gefa sér sælgæti. Með henni í
för eru afi hennar, sem genginn er í unglingdóm, og
hundurinn Lubbi sem talar ekki aðeins mannamál
heldur mannamál í anda fornbókmennta. En pabbi
Tinnu reynist vandfundinn og segir sagan frá
ævintýralegum leiðangri þessa skrautlega tríós.
Tinna, afi unglingur og Lubbi eru skemmtilegar
persónur. Lubbi talar ekki aðeins fallegt mál, hann
hefur einstaklega þroskaðar skoðanir. Afi unglingur er
hins vegar í uppreisn gegn samfélaginu, gengur í
nýjustu unglingatískunni og upp úr honum vella slettur
og slangur: „...hann líktist einna helst þrettán ára
unglingi með öldrunarsjúkdóm.“ (9) Fyrir vikið verður
hann grótesk persóna sem fellur ágætlega að absúrd
húmor sögunnar. I persónusköpun afa og Lubba er öllu
snúið á hvolf í anda kamivalsins; hundurinn hegðar sér
eins og gamall afi, afinn eins og hann sé illa haldinn af
unglingaveiki. Tinna sjálf er nokkurs konar stuðpúði á
milli afa og Lubba (sem semur að sjálfsögðu ekki), hún
er viðkunnanleg, fullkomlega laus við stöðluð
stelpusérkenni og það sem meira er: hún er feit og
barasta alveg sama um það
Félagamir lenda svo í óðri tískulöggu sem eltir þá
um allt og vill framkvæma margs konar fegmnar-
aðgerðir á þeim. Tískulöggan er vel heppnað illmenni og
höfundur sýnir fram á fáránleika fegurðariðnaðarins án
þess að detta inn í móralskan prédikunartón. Þama er
raunsæið skilið eftir við dyrnar og haldið inn í heim
fúrðuraunsæis, sem virðist vera borg sem við þekkjum
en samt ekki og persónur sem við könnumst við en samt
ekki.
Bundið mál
Bundið mál var áberandi í barnabókum í ár en
Þórarinn Eldjám sendi frá sér bókina Grannmeti og
átvextir sem Sigrún Eldjám myndskreytti. Þórarinn fer
út um víðan völl og vekur böm og fullorðna til
umhugsunar um möguleika tungumálsins. Bamaljóð
eru ekki nýr miðill í sjálfú sér en hafa breyst mikið frá
Heilrœðavísum Hallgríms Péturssonar. Ljóð Þórarins em
fyndin; oft á óvæntan og jafnvel kvikindislegan hátt.
Höfundur leikur sér með tungumálið og ljóðformið;
málfarið er vandað og orðaleikir skemmtilegir. Þetta er
semsagt ljóðabók fyrir börn sem er merkileg sem
ljóðabók og eins og allar góðar bamabækur hefúr hún
31