Börn og menning - 01.04.2002, Page 37

Börn og menning - 01.04.2002, Page 37
BÖRN oc mENN|N6 Astrid Lindgren stuðlað að því að losa um ýmis höft. Hún var órög við að taka til umfjöllunar ýmislegt sem ekki þótti hæfa í bamabókum; dauðann, sorgina og mannvonskuna. Það sem fyrst og fremst einkennir verk hennar eru íýndni og hugmyndaflug. Ævintýri hennar em mögnuð, fögur og ógleymanleg. Hún predikar aldrei og er ekki að reyna að koma á ffamfæri einhverjum siðaboðskap, heldur leggur hún sig fram til að skemmta bömunum og lætur þeim sjálfum eftir að vega og meta það sem þau lesa. Hún hefur oft verið harðlega gagnrýnd fyrir að persónur hennar séu ekki nógu góðar fyrirmyndir og geti beinlínis spillt börnunum, gert þau óþæg. Emil í Kattholti var til að mynda kallaður Miguel óþægi á Spáni og á meðan vondir karlar réðu öllu þar í landi vildu þeir ekki hafa að hann æsti upp krakkana sem áttu umfram allt að vera þæg og hlýðin við pabba gamla. Þá hafa líka ýmsir marxískir gagnrýnendur haft hom í síðu Emils, fundist hann alger krati og upprennandi kapítalisti, af því að einhvem veginn tókst snáðanum að gera sér allt að peningum. Tökum sem dæmi þegar hann seldi bóndanum á Melholti gömlu bmnasprautuna sem hann keypti á uppboðinu í Brekkukoti: „Þama græddi ég tuttugu og fimm aura,“ sagði Emil við Alfreð, og það var einmitt þá sem það rann upp fyrir Alfreð að líklega yrði Emil mikill peningamaður þegar hann yrði stór. (Enn lifir Emil í Kattholti, bls. 42) Já, hann átti eftir að verða stór, blessaður drengurinn, og verða oddviti og ég veit ekki hvað og hvað, en samt held ég að hann hafi alltaf verið góður maður hvar sem hann fór. Við getum heilshugar tekið undir orð móður hans: „Emil er góður drengur. Okkur þykir vænt um hann eins og hann er.“ 35

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.