Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 7

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 7
Kata skoðar heiminn og finnur sjálfa sig 5 I. Þroska- og ferðasaga Kötu Kötubækur Astridar Lindgren komu út á árunum 1950 til 1953. Þessar þrjársögurfjalla um Kötu, munaðarlausa unga stúlku sem býr hjá ráðvandri frænku sinni í Kapteinsgötu f Stokkhólmi í upphafi fyrstu bókar, Kata í Ameríku. Frænkan giftir sig í þeirri bók og í næstu bók, Kata í Ítalíu, ákveður Kata að búa með vinkonu sinni, hinni léttlyndu og Ijóshærðu Evu. f síðustu bókinni, Kata í París, kallar alvaran og Kata gengur í hjónaband með hinum hávaxna og dökkhærða (og kjálkabreiða samkvæmt myndlýsíngum bókarinnar) Lennart Sundman. Segja má að tvennum sögum fari fram í Kötubókunum. í fyrsta lagi er það ferðasaga Kötu; eins og nöfn bókanna gefa til kynna leggur hún land undir fót og sækir heim Bandaríkin, Ítalíu og París. Ferðalögin eru lýsandi fyrir nýjan heim eftirstríðsáranna sem laukst upp fyrir ungu fólki sem nú gat ferðast um allan heim. Kötubækurnar eru því gamansamar ferðasögur þar sem hægt er að kynnast framandi löndum en Líndgren gerir um leið góðlátlegt grín að hefðbundnum ferðasögum, ekki síst með því að gera aðalsöguhetjuna, Kötu sjálfa, með endemum hrifnæma og uppnumda yfir öllu því sem fyrir augu ber. f öðru lagi er þroska- og ástarsaga Kötu sem uppgötvar sanna ást í bókaflokknum og honum lýkur með því að hún hverfur inn í heim hjónabandsins og fyrsta barnið kemur í heiminn. Katrín Jakobsdóttir Kata skoðar heiminn og finnur sjálfa sig II. Kata og kímnin Eins og áður var sagt er Kata oft spaugileg persóna og greina má bæði væntumþykju og háð í persónusköpun hennar. Hún er hrifnæm og nýjungagjörn og fær stöðugt nýjar hugmyndir sem hún vill hrinda í framkvæmd. Hún hefur hins vegar líka húmor fyrir sjálfri sér sem gerir sögurnar oft skemmtilegar aflestrar. í fyrstu bók kynnumst við Kötu og kærasta hennar Jan sem er nýkominn frá Ameríku. Kata vill óð og uppvæg sjá þetta dýrindis land og vill nýta til þess spariféð sem hún erfði eftir foreldra sína og hin ráðvanda frænka hennar hefur legið á fyrir hennar hönd. Lesendum er gert Ijóst frá upphafi að Ameríkuhugmyndin sé reyndar dæmigerð fyrir Kötu - til að mynda hafi hún áður viljað nýta þetta sama sparifé í vélhjól með hliðarvagni og sexfalda harmónikku. Því er ekki skrýtið að frænka streitist á móti og telji í fyrstu að Ameríkuferðin sé sams konar marklaus hugdetta. En Kata gefur sig ekki, þetta eru jú peningarnir hennar og hún er orðin myndug kona, 18 ára. Frænka snýr því á hana og ákveður að koma með og heimsækja um leið bróður sinn í Chicago. Lýsingin á Kötu við þessi tíðindi er óborganleg: „Kata, seztu á töshuna“. Engu líkara var en að allur Ijómi og ilmur þurrkaðist af Ameríkuferðinni. Ég hafði staðið og hrópað með upplyftum augum: „Ég ætla út!" Ekki svo auðvelt að söðla um og hrópa: „Frænka og ég ætlum út!" (Kata í Ameríku: 8). Kata nýtur hverrar mínútu á ferðalögum sínum (og það þó að frænka sé með í för) og er full ákefðar að kynna sér menningu og sögu hvers lands sem hún heimsækir. Stundum stangast þó þær hugmyndir á við veruleikann, eins og þegar hún millilendir á (slandi á leið sinni til Ameríku og ímyndar sér að Gunnar á Hlíðarenda og Egill Skallagrímsson taki á móti henni í Keflavík

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.