Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 34

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 34
32 Börn og menning Brynhildur Björnsdóttir Mest spennandi ævintýrið af öllum Svona varð ég til eftir Katerinu Janouch og Mervi Lindman Býflugurnar og blómin eru langt undan í þessari hressandi og skemmtilegu bók um mesta ævintýri lífsins - getnað, meðgöngu og fæðingu út frá sjónarhóli fjögurra ára sögumanns. Útskýringar á tilurð einstaklingsins hafa löngum vafist fyrir fullorðnu fólki - það er að segja þegar það er barn sem spyr. Það er því mikið fagnaðarefni þegar bækur um málefnið skjóta upp kollinum og ennþá betra þegar bókin er jafn aðgengileg og skemmtilega myndskreytt og raunin er um bók Katerinu Janouch og Mervi Lindmans, Svona varð ég til. Sögumaðurinn er fjögurra ára strákur, ansi skilmerkilegur, og ferlið er útskýrt frá hans sjónarhorni, sem gerir bókina tilvalda lesningu fyrir fjölskyldur sem eiga von á barni. Bókin hentar vel til samlestrar barna og fullorðinna, en skemmtilegar og ítarlegar myndir, sem þó eru alls ekki „óþægilega" nákvæmar, gera það að verkum að börn geta sem best haft gaman af þvi að skoða bókina upp á eigin spýtur. Aðdragandi og getnaður Farið er yfir aðdraganda getnaðarins á skemmtilegan hátt og tæpt á mögulegri fortilveru einstaklingsins án þess að hún sé nokkuð aðalatriði. Foreldrarnir hittast, til dæmis í strætó, og verða ástfangnir og þó að sú sé auðvitað ekki raunin með alla foreldra er frásögnin góður grunnur til að byggja sögustund eða útskýringar um aðdraganda fæðingar barnanna sjálfra. Getnaðurinn sjálfur, þegar börnin verða til, er skýrður á mjög einfaldan hátt og algerlega án óþarfa útskýringa sem börn hafa hvort sem er ekkert við að gera. Það nægir að minnast á að til þess að barn verði til þurfi foreldrarnir „að elskast á alveg sérstakan hátt" eins og segir á bls. 22 og lýsa svo leiðinni sem frumurnar úr pabba fara til að hitta eggið í mömmu. Sniðug svör Ýmsar spurningar sem líklegt er að börn spyrji um meðgöngu og fæðingu eru settar fram í bókinni og leitast við að svara þeim á sniðugan hátt, eins og til dæmis, hvernig barnið komist eiginlega fyrir í maganum á mömmunni „innan um pönnukökur, hamborgara, spaghettí og allt hitt sem mamman er búin að tyggja og kyngja" (bls. 26). Einnig eru hlutir eins og erfðir, ákvörðun kyns, glasafrjóvgun, lengd meðgöngu, hlutverk pabbans og hvað í ósköpunum barnið er að gera inni f mömmunni á meðan það bíður eftir því að fæðast útskýrðir vel og skemmtilega. Fjölbreyttar fjölskyldur Ofuráherslan á getnað innan góðs ástarsambands finnst mér neikvæð, fjölskyldumynstrin í nútímasamfélagi eru svo margbreytileg að það er örugglega minnihluti barna sem finnur sig og sinn uppruna innan slíks ramma. Reyndar er minnst á að ekki hafi „allar mömmur verið með bamið sitt í maganum" og að pabbar þurfi ekki að hafa lagt til frumu til að verða pabbar og einnig er minnst á ættleiðingar (bls. 44) en einstæðir foreldrar eru greinilega ekki til í Svíþjóð þar sem bókin er upprunnin og þaðan af síður tilviljanakenndur getnaður án ástar og sambýlis. Börn eru alltaf yndisleg, hvernig svo sem þau komu til, og þess vegna er áherslan á að foreldrarnir þurfi að hafa búið saman á bát, keypt sér hús, gift sig í flugvél eða púslað púsl með tíu þúsund bitum áður en getnaður á sér stað (bls. 20) óþörf og dregur úr aðgengileika bókarinnar. Heiti á kynfærum Svo finnst mér líka leiðinlegt að þrjátfu árum

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.