Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 26

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 26
24 Börn og menning Ingólfur Gíslason Og Albert fór að hugsa ... Bækurnar um Albert eftir Lani Yamamoto Það er mikilvægt að hætta ekki að spyrja. Forvitni á sér sína eigin uppsprettu. Ekki er hægt annað en að fyllast lotningu þegar maður hugleiðir hinstu rök tilverunnar og dulmagnaða samsetningu raunveruleikans. Það nægir að reyna að skilja örlítið af þessum leyndardómi á hverjum degi. Glutrið ekki niður heilagri forvitni. - Albert Einstein. Skyldi það vera tilviljun að sögupersónan Albert sé nafni Alberts Einsteins, eins frægasta hugsuðar liðinnar aldar? Albert litli hugsar og spyr, eins og títt er um börn, að minnsta kosti áður en þau hefja formlega skólagöngu. Því miður glutra mörg okkar niður hæfileikanum til að undrast og spyrja, enda eru það ekki eiginleikar sem samfélagið virðir til jafns við marga aðra. En við erum öll heimspekingar, hvort sem okkur líkar betur eða verr, og hvort sem við erum meðvituð um það eða ekki. Allar okkar gjörðir og hugsanir hvíla á einhverri heimspeki, einhverjum forsendum, sem hafa áunnist gegnum líf í tilteknu umhverfi. Full ástæða er til að gaumgæfa sfnar eigin hugmyndir um lífið og tilveruna og ekki væri til lítils unnið í uppeldi ef börnin héldu áfram að velta hlutunum fyrir sér eftir að tognað hefur úr þeim. Hugsandi strákur í óþægilegum aðstæðum Bækurnar þrjár eru þannig byggðar að í upphafi hverrar þeirra er Albert í einhverjum aðstæðum sem flestir krakkar kannast við og eru að einhverju leyti óþægilegar. í fyrstu bók er hann orðinn leiður á að leika sér á með dótið sitt, finnst hann vera búinn að gera allt. í annarri bók er það heimur hinna fullorðnu sem togar hann og rekur: Hann var lengi í skólanum, hann verður að drífa sig að koma að borða, fara í bað og fara að sofa. Allt gerist of hratt, hann ræður tíma sínum ekki sjálfur. í þriðju bókinni er honum sagt að vera ekki með þessi læti því það er verið að svæfa litlu systur. Og þá fer Albert að hugsa. Alheimur, tími, afstæði í fyrstu bókinni um Albert fer hann, einn rigningardag, að hugsa um sjálfan sig í alheiminum. Hann er í sínu húsi, sem er við götuna, sem er í borginni, sem er í landinu, sem er á jörðinni, sem er í alheiminum. En í hverju er alheimurinn? í annarri bókinni um Albert fer hann, eftir langan skóladag, að hugsa um tímann sem líður og sinn eigin tíma. Um allt sem gerðist áður en hann fæddist og um það hvernig

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.