Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 39

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 39
stað ásamt Mjallhvíti, sem langar að bíta í girnilegt lífrænt ræktað epli. Einnig má þarna sjá og heyra Hans og Grétu sem graðga í sig sætindum. Einhverjir myndu vísast kalla þetta í meira lagi póstmódernískt samkrull þar sem grautað er saman minnum héðan og þaðan, höfundur tekur ýmislegt sér til handargagns og spilar síðan af fingrum fram eftir lögmálum ævintýranna. En þetta er einmitt partur af því sem gerir verkið svona heillandi. Þorvaldur fléttar söguna af mikilli fimi og krökkunum finnst skondið að sjá margar persónur, sem þau þekkja úr ýmsum áttum, saman á sviðinu í einu. Valinn maður í hverju rúmi Það er erfitt að gera upp á milli leikaranna því eiginlega má segja hverja einustu persónu senuþjóf og allir njóta sín. Ólafía Hrönn Jónsdóttir er hessileg en jafnframt hlýleg Maddamamma. Dvergarnir eru allir eftirminnilegir karakterar hver á sinn hátt, en án þess að lasta nokkurn hinna langar mig að nefna Hjalta Rögnvaldsson sem á dúndurtakta sem Skemill gamli uppfinningadvergur. Þegar Skilaboðaskjóðan var sett upp á tíunda áratug síðustu aldar fór fullorðin leikkona með hlutverk Putta litla. í þeirri sýningu sem nú er á fjölum Þjóðleikhússins fer ungur strákur, Hrafn Bogdan Haraldsson, með hlutverk Putta. Hrafn Bogdan er sérlega sjarmerandi og hæfileikaríkur strákur, hann er bókstaflega eins og fiskur í vatni á sviðinu. Af öðrum leikurum má nefna Jóhannes Hauk Jóhannesson í hlutverki úlfsins, sem skemmti ekki síður fullorðnum en börnum með ísmeygilegum töktum og Þórunn Lárusdóttir er fyndin sem stjúpa og fyrrverandi fegurðardrottning. Þrælfín tónlist Jóhanns G. Jóhannssonar er flutt af sjö manna hljómsveit. Sum lögin eru melódísk og trallvæn í anda hefðbundinnar barnasöngleikjatónlistar en önnur eru þyngri eða djassaðri. Fyrir þessa sýningu voru tvö ný lög samin, Mjallhvít hefur fengið eigið lag, sem Ester Talía Casey flytur vel og Putti litli syngur angistarsöng í helli Nátttröllsins. Leikmynd Frosta Friðrikssonar er litrík og spennandi. ( skóginum er tré sem fálmar, lækur sem rennur, hellir í tröllafjalli og hús dverganna og Möddumömmu eru algerlega við hæfi í ævintýri sem þessu. Búningar og leikgervi Þórunnar Maríu Jónsdóttur og Árdísar Bjarnþórsdóttur finnst mér líka þrusuvel heppnuð. Það er kannski helst að maður vorkenni þeim leikurum sem þurfa að göslast um í langan tíma í efnismiklum og belgmiklum fötum með nef úr gúmmíi, tanngóma og álímd skegg. Það mætti vel segja mér að einhverjir séu orðnir ansi sveittir í lok hverrar sýningar. Ævintýri fyrir alla (viðtali við höfundana Þorvald og Jóhann G., sem birt er í leikskránni segir sá fyrrnefndi að ævintýri séu fyrir fullorðna en að börn hafi gaman að þeim líka. Þorvaldur bendir einnig á að ævintýri séu samnefnari fyrir hvort tveggja; sagnamennskuna sem höfðar til ímyndunaraflsins og þess ómetanlega eiginleika mannsins að geta skilið tilveruna táknrænum skilningi og geta þannig þýtt flókinn veruleika yfir á einfaldara mál. Það er auðvitað mögulegt og sennilegt að sumir kjósi að sleppa því að skoða tilveruna með ímynduðum táknrænum gleraugum og hafni því þar með að örva ímyndunaraflið með aðstoð ævintýranna. En þeir sem opna hugann og hleypa ævintýrinu að held ég að hljóti að lifa ævintýralegra og meira spennandi lífi. Höfundur er ritstjóri Barna og menningar

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.