Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 24

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 24
22 Börn og menning Æsa Guðrún Bjarnadóttir Spássíukrot við sagnaarfinn Eins og sagt var frá í síðasta tölublaði Barna og menningar var Brynhildur Þórarinsdóttir tilnefnd fyrir hönd íslendinga til Norrænu barnabókaverðlaunanna 2007. Framlag hennar voru barnabækurnar Njáta, Egla og Laxdæla þar sem hún endursegir ísiendingasögur fyrir börn og unglinga. Brynhildur bar sigur úr býtum og tók við verðlaununum í Danmörku í júli síðastliðnum. Dómnefndin taldi sögur Brynhildar vandaðar og skýrar endursagnir á þremur af þekktustu íslendingasögunum og veita börnum nýstárlega innsýn i heim fornsagnanna; þær henti vel bæði til kennslu og yndislestrar og eigi þvi fyllilega erindi til barna á Norðurlöndum. Það eru norrænir skólasafnafræðingar sem standa að verðlaununum sem hafa verið veitt frá árinu 1985. Brynhildur er fjórði íslenski höfundurinn sem fær þessa viðurkenningu en Guðrún Helgadóttir fékk þau 1992 fyrir Undan illgresinu, Kristín Steinsdóttir árið 2003 fyrir Engil i Vesturbænum og Ragnheiður Gestsdóttir árið 2005 fyrir Sverðberann. Öfundsverður ungdómur Undirrituð öfundar satt að segja þær kynslóðir sem koma til með að alast upp með þessum vönduðu barnabókum. Mikið sem mér hefði fundist þessar bækur skemmtilegar. Þegar ég var 9 ára að rembast við að lesa Brennu Njáls sögu var það ákveðið stöðutákn sem ég taldi styrkja sjálfsmynd mína sem krúttlegi bókaormurinn með kókflöskubotnagleraugun. Ég þurfti hins vegarfrá sögunni að hverfa einfaldlega vegna þess að ég skildi ekki neitt í neinu. Endursagnir Brynhildar Þórarinsdóttur koma til móts við unga og forvitna lesendur sem langar að kynnast persónum íslendingasagnanna en ráða ekki við jafn strembinn texta og þær geta verið. Líkt og íslendingasögurnar virðast sögur Brynhildar spretta úr eins konar munnlegri geymd. Hún segist hafa byrjað að segja litla bróður sínum sögur af fornum köppum íslendingasagnanna þegar henni ofbauð dýrkun leikskólabarna á erlendum hetjum. Gunnar á Hlíðarenda sló í gegn og upp frá því fæddist hugmyndin um að aðlaga menningararfinn á þennan hátt fyrir börn og höfundur tók við að skrifa sögurnar niður. Það er greinilegt að mikil vinna hefur verið lögð í hverja bók. Þrátt fyrir miklar vinsældir þeirra - Njála seldist til dæmis upp og var endurprentuð þremur árum síðar - Ifða 2 ár á milli útgáfu hverrar bókar. Vandvirkni höfundar endurspeglast í sögunum og þar sést natni við hin ýmsu smáatriði. Myndskreytingar af hálfu Margrétar E. Laxness eru þaulhugsaðar og velheppnaðar; þær gera textann og persónur hans enn líflegri. Markviss niðurskurður Endursagnir Brynhildar eru augljóslega styttri en frumgerðirnar, sjálfar íslendingasögurnar. Njálu Brynhildar er til dæmis aðeins skipt í 18 kafla sem eru á tæpum 50 síðum auk umfjöllunar höfundar um Njáluslóðir og fjöldamargra skýringa á lífi og háttum fólks á miðöldum. Brynhildur hefur sína frásögn á því að kynna Gunnar Hámundarson og Hallgerði langbrók og þeirra fyrsta fund sem hins vegar er sagt frá í 33. kafla Brennu Njáls sögu. Þrátt fyrir að ýmsu úr upprunalegu sögunni sé sleppt, eins og forsögu þeirra Gunnars og Hallgerðar, gerir Brynhildur grein fyrir því sem lesendur þurfa að vita samhengisins vegna. Hún seilist reyndar fram og aftur í sinni sögu og útskýrir fyrir lesendum hvað sé

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.