Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 37

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 37
skemmtilegt að sjá þá tvo hlið við hlið því það virkaði stundum eins og Sveppi væri minnkaður í tölvu til að verða meira sannfærandi engispretta. Gosi sjálfur var svo í því erfiða og vanþakkláta hlutverki að vera aðalburðarásinn í sögunni og oftast með öðrum fyrrnefndra á sviðinu þannig að hann verður meira eins og millistykki fyrir upplifun áhorfandans en sjálfstæð og spennandi persóna. Viðir Guðmundsson gerði sig ágætlega í hlutverkinu, einkum voru hreyfingarnar vel unnar. Lóra (Aðalbjörg Þóra Árnadóttir) og Skolli (Halldór Gylfason), kötturinn og refurinn sem leiða Gosa á glapstigu í tvígang voru skemmtileg á sinn hátt en stundum eins og þau hefðu hoppað út úr einhverju öðru leikriti. Þau áttu greinilega að skemmta foreldrunum því sýningin er jú fjölskyldusýning og þeim fórst það bara vel úr loppum. Leikhússtjórinn (Pétur Einarsson) og sjóræninginn (Magnús Jónsson) voru fyndnir og teiknimyndalegir í hlutverkum sínum og aðrir leikarar með textahlutverk stóðu sig vel. Hlutverk Dísarinnar var leikið og sungið af Kristjönu Skúladóttur og var hin sextuga en síunga Barbí greinilega höfð til fyrirmyndar, bæði hvað varðar útlit og hreyfingar. Það var reyndar sérkennilegt, miðað við hvað allar leikhúslausnir voru vel unnar og sjóvið flott, hvað innkomur hennar voru oft klaufalegar, til að mynda í upphafinu þar sem hún kom labbandi inn í húsið frekar en að birtast á einhvern ævintýralegan hátt, til dæmis í loftinu. Seinna birtist hún svo í Ijótu og frekar kjánalegu gervi í skóginum, þó innkoma hennar þar minni óneitanlega á nornina í teiknimyndinni um Mjallhvíti. En eftir hlé var bætt um heldur betur þegar hún birtist í hlutverki hafmeyjarinnar. Aukaleikarar sem fengu að leika allt frá skólakrökkum og til þess að túlka þörunga á sjávarbotni voru frábærir, bæði í dansi og látbragði. Leikskráin er flott og gaman að því að henni er hægt að breyta í óróa til að hengja upp í herberginu sínu og rifja upp sýninguna, nokkuð sem flest börn ættu að kunna vel að meta. Skrautsýning eða leiksýning? Gosi erfalleg og skemmtileg sýning sem nær samt ekki alveg því flugi ímyndunaraflsins sem stundum næst aðskapa á barnaleiksýningum. Þar má eiginlega helst kenna því um að þessi sýning veit ekki hvort hún er skrautsýning eða leiksýning og í raun má segja að sýningin hafi borið leikritið ofurliði. Sem er svo auðvitað í besta lagi ef áhorfendur og leikarar skemmta sér jafn vel og raun bar vitni sunnudaginn sem ég sat í salnum. Höfundur er bókmenntafræðingur

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.