Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 40

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 40
38 Börn og menning if iðtalið „...mörg börn sjá aldrei foreldra sína lesa bók" Rætt við Rúnar Helga Vignisson rithöfund og þýðanda RúnarHelgi Vignisson hefurstundað ritstörf iáratugi. Fyrsta skáldsaga hans kom út 1984 en auk þess að skrifa skáldsögur og smásögur er hann afkastamikill þýðandi. Fyrir nokkrum árum stofnaði Rúnar Helgi bókaútgáfuna Græna húsið ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu Guðmundsdóttur. að hann gleypti f sig allar bækur Kenneths Oppel sem hann komst yfir. Við fréttum Græna húsið hefur meðal annars gefið út marglofaðar barnabækur Kanadamannsins Kenneths Oppel, Silfurvæng og Sólvæng, þar sem leðurblökur eru aðalpersónurnar og fyrir þýðinguna á síðarnefndu bókinni hlaut Rúnar Barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkurborgar 2006. Ritstjóra Barna og menningar datt í hug að ræða við Rúnar Helga um útgáfu og sölu þýddra bóka fyrir eldri börn og byrjaði á að spyrja um tildrög þess að hann þýddi og gaf út bækurnar eftir Kenneth Oppel. barnabók og þarna sá ég mér leik á borði að svara kallinu." Þú hefur þýtt talsvert af bókum fyrir fullorðna, er mikill munur á því og að þýða fyrir börn? „Vinnulagið var það sama og raunar fann ég hjá mér hvöt til þess að vanda mig sérstaklega mikið vegna þess uppeldisgildis sem bækurnar hafa. Ég hafði nokkrar áhyggjur af því að þýðingin yrði á of fullorðinslegu máli, vegna fyrri starfa minna, en þess ber þó að geta að höfundurinn leyfir sér talsverð tilþrif í máli og stíl. Yngri sonur minn las þýðinguna jafnóðum og hann sagði mér til ef nauðsyn krafði, auk þess sem þaulvanir prófarkalesarar lögðu hönd á plóg." Fyrri bókin kom út á Harry Potter-ári. Hafði það áhrif? „Silfurvængur fékk mikla og afar jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og það hjálpaði henni talsvert. En það var auðvitað engin leið fyrir nýtt forlag að keppa við Harry Potter sem var í stórum stæðum fremst í öllum verslunum. Jólagjafamarkaðurinn er í eðli sínu hjarðmarkaður þar sem flestir reyna að gefa umtöluðustu bækurnar svo að gjöfin beri gefandanum fagurt vitni. Kenneth Oppel var ekkert þekktur hér á landi og ekki nein læti í kringum hann á alþjóðamarkaði svo það hjálpaði okkur ekki. Þarna var hreinræktuð bókakynningarástríða „Þessar bækur voru eiginlega fjölskylduverkefni," segir Rúnar Helgi um tildrög þess að Græna húsið ákvað að gefa út Silfurvæng og Sólvæng. „Við vorum að stofna forlag og höfðum fengið ábendingu um bækurnar frá Kenevu Kunz þýðanda. Eldri sonur okkar, sem þá var þrettán ára, fór að lesa og varð svo hrifinn líka frá gömlum skólafélögum í Ameríku að sama hefði verið uppi á teningnum hjá þeirra börnum. Þetta þóttu okkur góð meðmæli með bókunum og höfundinum. Synir mínir höfðu líka lengi nauðað í mér um að skrifa

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.