Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 32

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 32
Börn og menning Guðrún Lára Pétursdóttir Fiskisaga Ég vil fisk eftir Áslaugu Jónsdóttur Ég hef óþægilega á tilfinningunni að bókin Ég vil fisk eftir Áslaugu Jónsdóttur sé skrifuð til höfuðs börnum eins og ég var. Svona börnum sem, öfugt við Unni, aðalpersónu bókarinnar, eyða æskunni í að hrópa „Ég vil ekki fisk!" Enn í dag hljóma í eyrum mér ávítandi raddir sem gerðu mér Ijóst að ég yrði hvorki stór né sterk ef ég borðaði ekki fisk, að ekki sé nú talað um greindarskerðinguna sem biði mín með sama áframhaldi. Með hverjum fiskréttinum sem ég hafnaði jókst skömm mín, skömmin yfir að þykja þessi herramannsmatur hreint út sagt vondur og þar með að vera hreinlega ekki sannur Islendingur! En allt kom fyrir ekki og mér fannst, og finnst enn, stöppuð ýsa með kartöflum eitthvað svo óþægilega „loðin" og tómatsósan sem öllu á að bjarga hefur mér aldrei þótt við hæfi að bera fram nema á einum stað: í Helvíti! Ég játa það þó að sennilega erþessi túlkun mín á bókÁslaugar bara merki um eigin minnimáttarkennd því Ég vil fisk er svo sannarlega ekkert áróðursrit heldur bók um sterkan vilja ... og flóknar lausnir. Flókin samskipti foreldra og barna Ég vil fisk segir frá stúlkunni Unni sem langar í fisk. Hún reynir ítrekað að gera foreldrum sínum þetta Ijóst en án árangurs. Þau telja sig að vísu skilja beiðni hennar en svara henni með því að koma heim með fiskagrímubúning, fiskakjól, fiskabók og svo framvegis. ( kvöldmat bjóða þau svo upp á pítsu, kjúkling og kjötbollur, í það minnsta allt annað en fisk. Það er ekki fyrr en seint og um síðir, þegar Unnur er orðin verulega reið, að henni tekst að koma þeim í skilning um að hún vilji fisk að borða. Foreldrarnir bregðast þá skjótt við og allt fer vel að lokum. Hið eiginlega umfjöllunarefni bókarinnar hefur svo sem lítið með fiskát að gera, viðfangsefni hennar er fyrst og fremst samskipti foreldra og barna. Unnur er táknmynd barnsins sem enn hefur ekki náð nægilega góðum tökum á tungumálinu til að setja óskir sínar og langanir fullkomlega skýrt fram. Staða hennar gagnvart foreldrum sínum er alþekkt, þótt óvinsæl sé, enda eiga sjálfsagt flestir minningar um að hafa ítrekað reynt að tjá skoðanir sinar og vilja án þess að tekið hafi verið mark á þeim eða allt saman verið misskilið. Mamma og pabbi Unnar eru einnig í stöðu sem margir foreldrar þekkja: að horfa í grátbólgin og ásakandi augu barns síns sem svo augljóslega vill eitthvað, maður veit bara ekki alveg hvað það er. Þau eru ímynd þeirra foreldra sem, þrátt fyrir góðan vilja, tekst seint eða aldrei að ráða rétt f eyðurnar í tjáningu barns sín. Sé viljinn fyrir hendi má raunar túlka efni Ég vil fisk sem létta ádeilu. Ekki þó ádeilu á börn sem borða ekki fisk heldur ádeilu á foreldra sem fylla upp í grunnþarfir barna sinna með leikföngum, fatnaði, pjátri og prjáli. Það gleymist sjálfsagt allt of oft að börn hafa meiri þörf fyrir að talað sé við þau, hlustað á þau og þeim veitt athygli og umhyggja en að eignast enn einn bangsann eða púsluspilið. Þótt foreldrar Unnar séu augljóslega vel meinandi og öll af vilja gerð að koma til móts við óskir dóttur sinnar verður að viðurkennast að það er nokkuð undarlegt að það hvarfli ekki að þeim sjö daga í röð að barnið sé að biðja um fisk í matinn en ekki í formi veraldlegra hluta. Það eru nefnilega þrátt fyrir allt fremur litlar eyður í orðum stelpunnar. Ef til vill hefðu vandamál fjölskyldunnar leyst strax á fyrsta degi ef þau hefðu tekið hana í fangið og spurt hana hvernig fisk hana langaði í, hvað hún ætlaði að gera við hann og þar fram eftir götunum? Frásögn miðlað með myndum Ekki er hægt að fjalla um bók eftir Áslaugu Jónsdóttur nema víkja nokkrum orðum að myndunum enda er hún menntaður myndlistarmaður. í verkum hennar eru það ekki síst myndirnar sem bera atburðarásina uppi og hluta frásagnarinnar er aðeins miðlað

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.