Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 29

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 29
Lífið fyrir löngu sfðan 27 Þingið Þingið var samkoma frjálsborinna manna á hverjum stað og þingfundur var haldinn einu sinni á ári eða oftar. Þingið samþykkti lög og starfaði scm rcttur til að jafna dcilur milli manna og kvcða upp dóma fyrir ghepi eins og þjófnaði og morð. Niðurstaða í málum fckkst gjarna með hlutkesti. Þingið var líka staður þar sem fólk hittist, sagði hvert öðru sögur, lagði á ráðin um hjúskap sona og dætra frá mismunandi fjölskyiíhöto' cða rak ýmislcga vcrslun og viðskipti sín á milli. Frjálsbornir mcnn kojmi saman 5 til þingfunda á scrstökum stöðum undir berum himni, vcnjulcga á lágum hæðum eða hólum sem rísa yfir sléttlendið f kring, svo sem á Tyn- wald (Þingvelli) á Maneyju. Þingið var mikilvæg stofnun hjá víkingum og hvarvctna komu þeir á þingi, þar sem þeir settust að. Eftir að konungar komust til valda misstu þingin smám saman völd sín og áhrif. Þingi'fUir bafa irrið befgistaðiir islmsku þjtiðarmruir jð fornu og nýju. Víkingarnir koma! Finnski höfundurinn Mauri Kunnas er íslenskum börnum að góðu kunnur. Eftir hann hafa komið nokkrar bækur út á íslensku, svo sem Börnin á Hvuttahólum koma í bæinn og Jólasveinninn og búálfarnir hans á Korvafjalli. Nýjasta bók hans á íslensku kemur út hjá Eddu og heitir Víkingarnir koma! Hún segir frá nokkrum verum sem eiga að hafa verið uppi fyrir meira en þúsund árum og atburðum í lífi þeirra sem tengjast beint og óbeint hegðun víkinga. Sagt er frá Kára klaufa, Eiríki berserki og Ásu úrræðagóðu meðal annarra. Persónureru í dýralíki, hundar, svín, refir, kettir en klæddar að hætti fornmanna. Skemmtileg er sagan af kúnni Ljómalind sem fer til Vínlands með húsbændum sínum og lendir í ýmsum ævintýrum en fegnust er þó kýrin þegar húsbændurnir taka saman föggur sínar og snúa aftur heim til (slands. Lesendur eru fræddir um lifnaðarhætti vfkinga og saurblöð og opnur fremst og aftast, sýna ferðir þeirra á landakorti og skýra einnig forna heimsmynd norrænna manna. Myndir Kunnas er sem fyrr endalaust hægt að skoða og uppgötva eitthvað nýtt í hvert sinn. Þær eru litskrúðugar og fallegar og fullar af fróðleik, að baki hverri mynd býr saga. Vel heppnuð bók sem á eftir að halda foreldrum og börnum lengi í sófanum við lestur. Höfundur situr í ritnefnd Barna og menningar

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.