Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 31

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 31
Gleði á gúmmístígvélum 29 árekstur milli heims hinna fullorðnu og heims barnanna og raunar einnig milli annarra þekktra andstæðna, borgarinnar og sveitarinnar. Einn daginn les Lassi í blaði að halda eigi barnadag í borginni og finnst í kjölfarið tilfinnanlega vanta sambærilegan dag í Ólátagarð. Stóru krakkarnir taka sig því saman um að halda barnadag fyrir Kristínu litlu að fyrirmynd borgarbúanna. Það skortir að vísu leikhús, hringekjur og rússíbana í sveitinni en krakkarnir láta það auðvitað ekki aftra sér heldur finna upp sínar eigin leiðir til að láta Kristínu verða „ringlaða í hausnum". Vandamálið er hins vegar að Kristínu þykir hreint ekkert gaman á barnadeginum, hún æpir „nei, nei" í hvert skipti sem nýtt atriði byrjar og að lokum skerst mamma hennar í leikinn og stingur upp á að þau haldi barnadaginn með Ólátagarðssniði. ( Ijós kemur auðvitað að Ólátagarður hefur upp á nóg að bjóða til að skemmta börnum, stórum sem smáum, og í raun og veru eru allir dagar þar sannkallaðir barnadagar. Þar er ekki leiðinlegt nema þegar hugmyndir fullorðinna borgarbúa ná yfirráðum. í sögunum tveimur sem fylgja í kjölfarið er sem betur fer ekkert slíkt sem spillir gleðinni! Þótt Lif og fjör í Ólátagarði miðli kannski ekki stórkostlegri frásögn miðlar hún tilfinningum. Bæði frá texta og myndum það er enginn fullorðinn sem bakar með þeim piparkökur, þau eru ein að draga eldiviðarhlass heim að bæjunum og ein að fella jólatré (þótt textinn greini reyndar frá því að einn pabbinn sé þátttakandi í því síðastnefnda). Ólátagarður er sem sagt einhvers konar útópísk barnaveröld. En fyrir vikið eru frásagnirnar líka fremur áreynslulitlar og kannski minna spennandi en margar aðrar úr smiðju Astridar Lindgren. Ef sögurnar um Línu Langsokk eru til dæmis hafðar til hliðsjónar er Ijóst að þótt Lína búi auðvitað í algjörri barnaveröld þar sem foreldrarnir eru víðsfjarri og hún sjái að öllu leyti um sig sjálf, þá eru það átökin við hina fullorðnu sem hrinda atburðarásinni af stað. Ef ekki væri fyrir tilraunir Línu til að ganga í skóla, viðveru hennar í ffnu kaffiboði hjá mömmu Önnu og Tomma eða átök hennar við lögregluþjónana væru sögurnar að mestu án þeirrar spennu sem kemur frásögninni á flug. Árekstrar andstæðra heima Þrátt fyrir þessa fjarveru foreldranna í Líf og fjörí Ólátagarði má segja að í fyrstu sögunni Barnadagur I Ólátagarði verði ákveðinn Höfundur er bókmenntafræðingur stafar hreinni gleði, áhyggjuleysi æskunnar og stanslausu lífi og fjöri. Það les sjálfsagt enginn bók eins og þessa án þess að óska sér að hann gæti farið nokkra áratugi aftur í tímann og verið brosmilt barn í gúmmístígvélum á sveitabæ ( sænsku Smálöndunum.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.