Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 14

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 14
12 Börn og menning Sigþrúður Gunnarsdóttir Fimm manna fjölskylda á slóðum Astridar Lindgren Þegar Ijóst varð að fjölskyldan færi í sumarfrí til Svíþjóðar einmitt á hundrað ára afmæli Astridar Lindgren blasti við að fríið yrði pilagrímsferð á slóðir þessa mikla sagnameistara sem hafði glatt alla fjölskyldumeðlimi svo mikið. Til undirbúnings var kvöldlesturinn frá jólum til vors helgaður fólki á borð við Madditt og Betu, fjölskylduna á Saltkráku, Emil í Kattholti og Rasmus flækingsdreng. Við komumst ekki yfir allt höfundarverkið í þessari lotu, en drjúgan hluta þess, og sumt sem varð útundan sat enn fast í minni barna og fullorðinna frá fyrri lestrum. Á netinu kynntum við okkur afþreyingu sem i boði er tengd sögum Astridar og pöntuðum okkur strax tveggja daga miða í Astrid Lindgrens Várld í Smálöndunum og kofa til að gista í. Annað myndum við spila eftir eyranu. Ljósmyndasýning og töfraveröld Junibacken Svíar eru stoltir af barnabókunum sínum og rækta bæði þær og aðra barnamenningu. Sænskar fjölskyldur kunna greinilega að meta þessa ræktarsemi. Við reyndum snemma í ferðinni að komast inn í barnabókasafnið fína í Kulturhuset í Stokkhólmi en þar var því miður fullt og ekki fyrirséð að fleirum yrði hleypt inn þann daginn. Seinna þegar við reyndum að skoða safnið var það farið í sumarfrí svo heimsókn þangað verður að bíða betri tíma. Á efstu hæð sama húss var sem betur fer Ijósmyndasýning um ævi Astridar. Þar var sýndur hluti mikils safns Ijósmynda sem hefur nýlega komið út í glæsilegri bók sem ber titilinn Astrids bilder. Þar mátti sjá Ijósmyndir af Astrid á öllum aldri, úr einkasafni fjölskyldunnar og eftir fræga Ijósmyndara. Einna skemmtilegust var lifandi myndin sem tekin var af vélritunarkeppni sem ritarinn Astrid Lindgren tók þátt í löngu áður en hún varð fræg. Mikið er skemmtileg tilviljun að filman skyldi varðveitast og að einhver skyldi átta sig á því hver hin hraðpikkandi unga stúlka var! Næsti áfangastaður í pílagrímsferðinni var Junibacken í Stokkhólmi. Það er safn sem einkum er tileinkað bókum Astridar en sjálf gerði hún þá kröfu að aðrar sænskar barnabókapersónur fengju einnig að vera með. Úr afgreiðslunni var okkur vísað í forsal og sagt hvenær við mættum ganga um borð í lest - um þremur korterum síðar. Um leið áttuðum við okkur á því að við vissum ekkert hvernig safn þetta væri og við hverju við mættum búast. í forsalnum var boðið upp á andlitsmálun sem tók sem betur fer drjúgan tíma og góðri stund mátti líka verja í bóksölunni þar sem var gott úrval sænskra barnabóka og ýmiss konar varnings þeim tengdum. Þegar okkar tími var kominn var okkur hleypt inn í annað rými þar sem stóðu nokkur þekkt hús úr barnabókum í smækkaðri mynd. Þarna gátu börnin meðal annars kíkt inn í Múmínhúsið, blokkina hans Einars Áskels, skemmu Péturs og Brands og húsið hennar Mömmu mu á meðan hinir fullorðnu stilltu sér upp í biðröð til að komast í lestarferðina. Spennan var orðin nokkur þegar við loksins stigum upp vagn þar sem við sátum öll hlið við hlið. Vagninn var búinn hátölurum og við fengum að velja hvort við

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.