Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 9

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 9
Kata skoðar heiminn og finnur sjálfa sig 7 Ég fæ heldur ekki að vita hvers vegna „þessi tóbaksmaður vill helst spánskt neftóbak" eða „hvar greifynjan óskaði eftir að fjósið væri byggt." — Nei, hættu nú Eva, sagði ég. — Fólk, sem semur námsbækur og talæfingabækur á erlendum málum er ekki með öllum mjalla, það höfum við vitað í mörg herrans ár (Kata í Paris: 15). III. Kata og ástin í upphafi bókaflokksins býr Kata hjá frænku sinni á Kapteinsgötunni. Hún er þó ekki laus og liðug því hún á hálfgerðan kærasta, byggingafræðinginn Jan. Á fyrstu síðu Kötu í Ameríku er lesanda þó gert Ijóst að samband Kötu og Jan er ekki átakalaust: Jan er byggingafræðingur. Hann heldur það. Ég held ekki. Þessi viðbjóðslegu, litlu hús, sem hann teiknar, gæti ég líka rissað upp á einu kvöldi. Stundum ímynda ég mér, að ég sé skotin i Jan. Sjálfur er hann óþolandi viss um, að svo sé (Kata í Ameríku: 5). Jan hefur einmitt farið til Ameríku og verður honum tíðrætt um það land og hversu yndislegt allt sé þar. Kata verður hin pirraðasta og hæðist að Ameríkuglýju Jans. Viðbrögð Jans eru eftirtektarverð og benda til þess að Jan sé nú ekki sérlega vænlegur karlkostur: „En Jan sagði að konur ættu að vera blíðar og viðkvæmar, og að ég væri öfundsjúk yfir því, að ég hefði aldrei komið til stóra landsins í vestri." Viðbrögð Kötu eru í sama dúr og svo oft í sögunum; þar sýnir hún sjálfshæðni sem gerir bækurnar skemmtilegar: „Ef til vill er þetta rétt. Einn góðan veðurdag ætti ég á hættu að sjá sjálfa mig í kassa á þjóðminjasafninu. „Eina þekkta, sænska eintakið, sem aldrei hefur stigið fæti á ameríska grund."" (Kata í Ameríku: 6). Ekki þarf að lesa lengi til þess að lesandinn missi alla samúð með Jan sem virðist glerveggnum sem var á milli okkar. Hann kinkaði kolli alvarlegur. En hvað hann var fölur en ákveðinn á svipinn! En hvað hann var hár! Ég var alveg búin að gleyma hvað hann var hár! (Kata í AmeríkuMA). hinn ónotalegasti samskiptum sínum við Kötu. Hann vill helst tala sjálfur um sig og virðist ekki meta Kötu að verðleikum: „Þú ert ekki lagleg, en þú ert sérkennileg, sagði hann." (Kata ÍAmeríku: 6). Þetta erekki sérstaklega fallega sagt þó að kunni vera satt. Nútímalesendur furða sig eflaust á því hvað Kata sé eiginlega að púkka upp á þennan Jan. Viðhorf hennar til karlmanna er vissulega barn síns tíma og jafnvel öllu fornlegra en það — eins og þegar hún dáist að þætti karlmanna í heimssögunni: „Ójá, það er vissulega eitthvað óstýrilátt, ævintýralegt en dásamlegt við karlmenn Hvers vegna uppgötvum við konurnar aldrei nýjar heimsálfur?" (Kata í Ameríku: 14). Lengi vel vonast lesandinn til að Kata finni einhvern skárri en Jan í Ameríku enda virðist hún meira en reiðubúin að prófa úrvalið í nýrri heimsálfu. Hún kynnist Bob og fer með honum á nokkur stefnumót. Þegar Bob spyr Kötu hvort hún eigi kærasta heima í Svíþjóð segir hún kæruleysislega að hún setji hann bara í kæliskápinn enda er Jan svo langt í burtu: „Hann var víðs fjarri. Bob var aftur á móti mjög nálægur." (Kata í Ameríku: 48). Áhugi Kötu á Bob er þó engan veginn yfirdrifinn, og þegar þær frænkur yfirgefa Washington og fara til New Orleans, kynnist Kata öðrum manni, John Hammond. John virðist hins vegar ekki rista mikið dýpra en Bob og Kata kemur ólofuð heim. Þó að Jan sé Kötu ekki ofarlega f huga í Ameríku virðist gleðin við að hitta hann aftur á Bromma-flugvelli ósvikin: Jan, hrópaði ég og formælti Þannig lýkur Kötu í Ameríku og lesandi gæti jafnvel haldið að nú fari kirkjuklukkur að hringja. En upphafsorð Kötu i Ítalíu benda hins vegar til þess að hinn hávaxni Jan hafi verið fljótur að missa sjarmann og lækka í loftinu þegar glerveggnum sleppti. Um leið og hann uppgötvar að Kata er orðin eigandi tveggja herbergja íbúðar og frænka hennar er flutt til Ameríku vill hann óður og uppvægur giftast Kötu. „En mér fannst þó alltaf undir niðri, að það væri tveggja herbergja íbúðin en ekki ég, sem væri svona dásamleg." (Kata iItaliu: 5). Þegar Jan vill fara og láta lýsa með þeim verður Mjó renna úr pjátri var milli mín og eilífðarinnar.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.