Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 22

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 22
20 Börn og menning Þorsteinn Þorsteinsson Við hjónin eigum tvær dætur, Svanhildi Silju 8 ára og Sóldísi Eik 5 ára. Frá upphafi ákváðum við að lesa reglulega fyrir dætur okkar, syngja með þeim og kenna þeim bænir. Við höfum haldið þessa reglu nokkuð vel og þá einkum i tengslum við þær stundir þegar farið er að hátta á kvöldin. Ákvörðun okkar hjóna var svo sem ekki mikið rædd. Hún var einhvern veginn svo sjálfsögð. Konan mín er uppeldis- og menntunarfræðingur og við höfðum bæði mjög góða reynslu af slikum lestri í bernsku okkar. Ég átti foreldra sem lásu og sungu fyrir mig og með mér. Ég á fjögur uppkomin börn og las mikið fyrir þau á þeirra upppvaxtarárum ásamt móður þeirra heitinni. Þrjár ómissandi Af öllum þeim bókum sem ég hef lesið fyrir dætur mínar hafa þrjár bækur náð því að vera algjörlega ómissandi og þar af leiðandi sígildar í bókmenntaheimi heimilisins. f fyrsta lagi er það Visnabókin. Hún kom fyrst út 1946. Ég fékk bókina í jólagjöf þriggja ára gamall og hún fylgdi mér fram á unglingsaldur. Ég hef því haft sérstaka ánægju af því að lesa og syngja úr bókinni fyrir öll börnin mín sex. Með því er ég á ákveðinn hátt að launa fyrir það sem ég fékk sjálfur að njóta hjá foreldrum mínum. Önnur bók sem nýtur mikilla vinsælda er afar sérstök. Bókin heitir Unga ísland og hefur að geyma árganga tímaritsins 1905 -1909. Tímaritið Unga ísland var barnablað sem kom út mánaðarlega. Afi minn, sem var bókbindari, batt tímaritin inn í skinnband árið 1910. Blöðin hafa að geyma fróðleik, ævintýri, skemmtisögur, felumyndir, ýmiss konar þrautir o.fl. Óþrjótandi efni fyrir börn. Éelumyndirnar eru mjög vinsælar og þótt dætur mínar þekki þær til hlítar er reglulega beðið um að fá að skoða þær. Ég man sjálfur eftir áhuga mínum á þessum felumyndum og velti því oft fyrir mér hvers vegna þær eru nær alveg horfnar úr bókmenntaheimi barnanna. Þriðja bókin er af öðrum toga en reynist ótrúlega gagnleg og skemmtileg. Það er bókin Fyrstu 1000 orðin - skoðaðu og lærðu með bangsa. Við nefnum bókina gjarnan Badda bangsa sem leikur aðalhlutverkið í þeim fjölda mynda sem eru í bókinni. Megintilgangur bókarinnar er að auka orðaforða barna. Ýmsar skemmtilegar spurningar eru í bókinni og höfða þær vel til mjög ungra barna. Með því að bæta við spurningum sem tengjast orðaforða og orðanotkun reynist bókin mjög gagnleg fyrir börn sem orðin eru dálítið eldri, s.s. sjö til átta ára gömul. Ég hef haft það fyrir reglu að lesa þrjár opnur úr bókinni fyrir svefninn. Nokkrar spurningar eru á hverri síðu og hafa þær Svanhildur og Sóldís lært þær utan að og svörin líka. Ég reyndi fljótlega að bæta við spurningum og féllu þær í góðan jarðveg. Vinsælast er leggja á minnið öll smáatriði á myndunum. Þá er kúnstin sú að fá tíma til að skoða hverja mynd í smátfma og síðan á ég að loka bókinni og spyrja um hvernig tilteknir hlutir eru á litinn, hversu margir þeir eru og hver haldi á hverju o.s.frv. Þetta er sem sagt nokkuð góð þjálfun í að taka eftir og muna.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.