Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 11

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 11
Strákskratti, stelputrippi og litlusystur 9 Erna Erlingsdóttir Strákskratti, stelputrippi og litlusystur Systkini í sögum eftir Astrid Lindgren Allir þekkja strákskrattann Emil í Kattholti sem tróð hausnum í súpuskál, hífði Idu systur sína upp i fánastöng, og framdi fullt af öðrum skammarstrikum sem nokkur hundruð spýtukarlar urðu til vitnis um á endanum. Og margir kannast líka við stelputrippið Madditt sem kannaði hvort hún gæti notað regnhlíf til að fljúga eins og Óli lokbrá (niðurstaðan varð neikvæð), lét mana sig til að fara í jafnvægisgöngu eftir mæninum á skólaþakinu og reyndi að selja Betu systur sína imynduðum þrælasala svo fátt eitt sé nefnt. Emil og Madditt eru bæði frumleg og uppátækjasöm en þau eiga fteira sameiginlegt en að vera aðatpersónur í bókum eftir Astrid Lindgren og fara ekki alltaf eftir hugmyndum fullorðna fólksins um æskilega hegðun. Bæði eiga þau nefnilega litla systur, en það vill svo merkilega til að margar skrautlegustu aðalpersónurnar í bókum Astridar eru annaðhvort einkabörn eins og Lína langsokkur og Ronja ræningjadóttir eða þá elstu systkini eins og Emil og Madditt. Þau teyma ídu og Betu út í alls konar ógöngur en litlusysturnar eru samt miklu meira en viljalaus verkfæri. Þær eru merkilega líkar um margt þegar að er gáð og gegna býsna mikilvægu hlutverki í sögunum. Englabros og gleðiskríkjur (da og Beta eru fallegar, góðar og hlýðnar stúlkur - svona oftast. Að vfsu er Beta ekki alveg eins hlýðin og ída, ekki síst í síðari bókinni um þær Madditt, enda kemur vart á óvart að hún forherðist af því að eiga svona óþæga systur. En englabros Betu vekur jafnan aðdáun og gerir henni reyndar kleift að komast upp með ýmislegt eins og útskýrt er í síðari bókinni um þær systur: „Hún veit ósköp vel að hún má þetta ekki, það sést á henni, því hún brosirsínu blíðasta englabrosi. Og það hrífur venjulega, það veit hún líka." (190). Beta er meira að segja svo sæt að ókunnugt fólk getur ekki stillt sig um að hafa orð á því. „Nei, sjáðu hvað þetta er sætur krakki!" heyrist stundum f fólki sem á leið framhjá húsinu þeirra (18). Allir kunna líka vel við (du litlu sem er afar blíðlynd þótt hún eigi sér jafnframt þá óvæntu hlið að vera einkar áhugasöm um svæsnar draugasögur og ýmiss konar hrylling. Báðar eru ída og Beta mun hlýðnari og auðsveipari en eldri systkinin og það eru þessir eiginleikar sem gera Emil og Madditt kleift að draga þær út í óknyttafenið. Reyndar lýsir Beta stundum efasemdum en slíkt er fátítt hjá (du, enda er hún glaðlyndari en almennt gerist og skríkir iðulega af kæti yfir uppátækjum Emils, ekki bara meðan þau eru einungis á hugmyndastigi heldur einnig þegar þeim hefur verið hrundíð í framkvæmd, alveg sama þótt einhverjir gætu talið að sum þeirra hefðu bitnað rækilega á henni. „Híhí, það hefur ekki verið svona gaman síðan Emil dýfði mér ofan í týtuberjasultuna", skríkti hún eftir að Emil hífði hana upp í fánastöngina til að kanna hvort hún sæi alla leið til Maríönnulundar

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.