Börn og menning - 01.09.2007, Side 36
34
Börn og menning
Brynhildur Björnsdóttir
Spýtustrákur í Borgarleikhúsinu
Allir kannast við söguna um spýtustrákinn
Gosa og ævintýri hans. Allir, greinilega,
nema ég þangað til ég fór á samnefnt
leikrit í Borgarleikhúsinu. Ég vissi satt að
segja mjög lítið út á hvað sagan um Gosa
gekk, mundi óljóst eftir pabba sem hvalur
gleypti og nefi sem lengdist. Og auðvitað
dreng úr tré sem verður að manni. En sagan
af Gosa kom mér á óvart enda troðfull af
boðskap, furðulegum og oft sundurlausum
ævintýrum og krydduð hæfilega örlitlum
óhugnaði. í Borgarleikhúsinu er þessi saga
sögð í því sem er ekki hægt að lýsa öðruvísi
en með erlendu slettunni „show" sem hér
verður framvegis kallað „sjóv". Arfleifðar
Walt Disney sér hér víða stað og einnig má
finna lyktina af l/l/est End eða Broadway.
Leikgerð Karls Ágústs Úlfssonar gægist
öðruhvoru fram milli flugeldasýninga og
stórviðþurða I leikmynd og búningum,
tónlistog dansi og erhún Ijómandi vel unnin
og fyndin á köflum, einkum þegar leikið er
með mörk leikhúss og raunveruleika með
liprum vísunum í leikarana sjálfa.
Ólíkir straumar í litríkri sýningu
( þessari sýningu mætast ólíkir straumar og
stefnur. Barbí og persónur úr söngleiknum
Cats, mjög dæmigerður spýtustrákur og
harla óvenjuleg engispretta, sirkusstjóri sem
lítur út eins og sjóræningi og sjóræningi sem
lítur út eins og klæðskiptingur, þörungar,
hvalir, bleikar marmarahallir og pappaskógar,
allt á þetta sér stað í sýningunni og má
kannski helst telja það til galla hennar.
Þessi sýning veit ekki alveg hvað hún ætlar
að verða og reynir þess vegna að vera
allt í einu. Leikmynd, búningar, dansar og
tónlist - allt er þetta einkar fagmannlega og
stórmannlega leyst af hendi - sem verður
til þess að talmálið verður útundan og það
var auðheyrt að ungir áhorfendur höfðu
afar litla þolinmæði fyrir langar samræður á
sviðinu eftir stórkostlegt dans- og söngatriði.
Leikritið sjálft verður því hornreka í öllu
„sjóvinu".
Kostir sýningarinnar liggja samt líka í því
hvað hún er stórbrotin, litrík og lifandi.
Leikmyndin er glæsileg og hvergi til sparað,
leikhúslausnir eru fagmannlega unnar og
tækniatriði á sviði einkar vel leyst, til dæmis
þegar nefið á Gosa lengist af ósannsögli og
þegar börnin á skipinu breytast í asna. Ég
verð að hrósa sérstaklega neðansjávaratriðinu
sem er svo fallegt að það liggur við að það
eitt og sér geri ferð á sýnínguna að skyldu
fyrir unga sem aldna. Þó má aftur benda á
að stundum er enn meiri galdur fólginn í
því að leyfa ímyndunaraflinu að dansa með
á sviðinu frekar en að láta það sitja úti í sal.
Stundum er ósýnilegur hvalur enn áhrifameiri
en sýnilegur þótt hvalurinn í þessu tilfelli hafi
vissulega verið sjón að sjá.
Töfraljómi á sviðinu
Leikarar stóðu sig allir vel. Sumir
skemmtikraftar eru búnir að vera svo oft
og mikið í sviðsljósinu að áran þeirra verður
stærri en annarra og einhver töfraljómi er
yfir öllu sem þeir gera á sviði. Sverrir Þór
Sverrisson er hér með orðinn einn af þeim
og glansaði þannig í hlutverki sínu sem
Tumi engispretta að það sást varla í nokkurn
annan þegar hann var á sviðinu, jafnvel
þótt hann væri alveg kyrr og fylgdist af
einlægri athygli með því sem aðrir voru að
gera. Engisprettutaktar hans voru ennfremur
vel unnir og sannfærandi. Það var einna
helst hinn frábæri leikari Jóhann Sigurðarson
sem garmli leikfangasmiðurinn fátæki sem
náði að vera sýnilegur í návist Sveppa og